Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 27
náttúruvernd. Forustumaður í þessum skóla er Michael Gyll- ing Nielsen, sá sem stjórnar aðgerðum í Norðurhöfum. Hann er nú í Moskvu í sex mán- aða verkefni við að koma upp samstarfi við sovésk stjórnvöld um þennan skóla. Þetta er auð- vitað gert undir voða fallegum formerkjum og allt það, en stjórnvöld í Moskvu eru búin að lofa Greenpeace 25 milljóna dollara greiðslu fyrir rokkplötu, sem Greenpeace er að gefa út í Sovétríkjunum. Helmingurinn, 12,5 milljónir dollara, verður greiddur til Greenpeace í sum- ar, en hinn helmingurinn á að renna til stofnunar í Moskvu, sem tengist þessum skóla og er undirdeild í Heimsfriðarráð- inu. Setur að manni svolítinn hroll Þetta er mjög merkilegt mál. Heimsfriðarráðið er undirdeild í KGB, það vita allir. Það fer ekki hjá því að maður velti vöngum yfir samhenginu milli þessara hluta og kerfisbundinna og skipulagðra árása Green- peace á löndin fjögur í Norður- höfum undir forustu sama manns. Maður hlýtur að spyrja: Hvað er að gerast? Ég veit ekk- ert hvað er að gerast, en óneit- anlega setur að manni svolítinn hroll. Vond og minna vond kjarnorka Og annað. Greenpeace er búið að undirbúa mikil mótmæli við komu bandaríska herskips- ins lowa, sem búist er við að komi inn í Eystrasalt í júní. Reynt verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir að það kom- ist inn í Eystrasaltið. Á sama tíma eru kjarnorkuknúin her- skip Sovétmanna að vandra út og inn i Eystrasaltiö eins og ekkert sé. Greenpeace er kom- ið með skrifstofu í Moskvu og þá vaknar spurning um hvort þeir ætli að koma í veg fyrir að kjarnorkuknúin herskip Rússa sigli út úr Murmansk, eins og þeir eru að reyna að koma í veg fyrir að kjarnorkuknúin skip Na- toríkjanna sigli úr höfn í Evrópu. Umfangsmikill mótmælaiðnaður Spurningarmerkin eru mörg. Hvað eru þessi samtök að gera? Hvað vakir fyrir þeim? Þetta er ekkert í tengslum við náttúruvernd, þetta er eitthvað allt annað“. — Hvert er þitt svar við þessum spurningum? „Það kemur væntanlega í næstu mynd“. — Ertu að gefa í skyn að Greenpeace sé ekkert orðið annað en viðskipti? „Ekkert annað. Þetta er um- fangsmikill mótmælaiðnaður og spurningin er um það hver borgar best“. Ný kæra Ný truflun. Magnúsi er rétt telex, sem var að berast frá lög- mönnum á Englandi, sem hóta málaferlum á hendur Magnúsi fyrir hönd Greenpeace, vegna notkunar hans á myndefni úr mynd grænfriðunga, Bitter Harvest, í mynd sína. „Þetta er allt í lagi“, segir Magnús hinn rólegasti. „Þetta er sama málið og fógetaréttur á íslandi vísaði á bug í lögbanns- málinu, rétt áður en myndin var sýnd í ríkissjónvarpinu. Við höf- um skriflegt leyfi frá Green- peace til að nota myndina, svo þeir verða þá að sanna að leyf- ið sé ekki fullnægjandi. Ég hef engar áhyggjur af þessu“. sigur — Örlítið um hvernig þér hefur gengið að standa undir þessu öilu, fjárhagsiega. „Illa. Vonandi kemur þetta inn einhvern tíma seinna, en þetta hefur verið mjög erfitt. Húsið mitt var á uppboði fyrir hálfum mánuði, vegna þessa. Það var annað uppboð en ég vona að ég fái nægan frest til að bjarga því áður en það fer á það þriðja og síðasta. Þetta hefur verið afskaplega þungt og ég hefði aldrei farið út í þetta hefði mig grunað hvað það þýddi. Myndin varð miklu dýrari en ég bjóst við og dreifingin á henni er líka feikilega dýr, ég tala nú ekki um eftir að þetta varð svona stríð við Green- peace, þar sem ég er á flakki um allan heiminn. Allt sem hef- ur komið inn fyrir myndina hef- ur farið beint í kostnað aftur við að slást við þá hingað og þang- að. Ætli það endi ekki með því að þeir sigri með því að ég verði gjaldþrota, það yrði ódýr sigur“. >VELA OG TÆKJAh MARKAÐURINNf KÁRSNESBR. 102A s 64 14 45 ----FR*5IVÉIAr NÝJAR OG NOTAÐAR EINNIG TÖLVUSTÝRÐAR VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.