Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 42
TÆKMI HyJUMGAR Fastscanner-takkinn sem er framan á stjórn- einingunni, stýrir með segulsviði en ekki raf- straumi. setningu auk þess sem öll úr- vinnsla er mjög hröð svo að all- ar hraða- og stefnubreytingar og staðsetningar koma fram örskömmu eftir að þær hafa átt sér stað. Allir sjómenn vita að álag á loftnet og annan búnað úti við á skipum er mikið í vond- um veðrum. Það er því mikið atriði að þessir hlutir séu fyrir- ferðarlitlir til að þeir taki sem minnst á sig. Loftnetið fyrir Northstar 9000 er hannað með tilliti til þessa og er því ekki nema 72 sm að lengd ásamt tengingu (Mini Coupler). Stjórneiningin Northstar 9400 er algerlega vatnsþétt að sögn framleiðanda. Árið 1992 er áætlað að GPS-gervitungla- kerfið verði tilbúið til almennrar notkunar og þá þurfa eigendur Northstar 9000 ekki annað en að stinga GPS-9200 nemanum í samband við stjórneininguna Northstar 9400 og nota hann ásamt loran C9100 nemanum. Hér kemur lítiö dæmi um hvernig hægt er að nota Northstar 9000: Gerum ráð fyrir að skip sé á leið inn Breiðafjörð á leiðinni frá Reykjavík til Sykkishólms. Þetta er að hausti til og allir vitar og dufl lýsa eftir að dimmt er orðið. Skipstjórinn hefur ekki farið þessa leið áður en á þó í fórum sínum leiðarpunkta sem hann hefur safnað sjálfur eða fengið frá kunningjum. Hann treystir ekki á leiðarpunkta sem hann tekur upp úr sjókortinu, veit að réttri landfræöilegri stöðu ber ekki saman við af- lestur af lorantækinu á sama stað. Áður en farið er úr Reykjavík undirbýr skipstjórinn siglinguna. Hann þrýstir fyrst á„ help“-takkann til að fá frarn,, siglingaáætlun" og flettir síðan í gegnum nákvæmar leiðbein- ingar um siglingaáætlun og innskrift hennar í minniseiningu tækisins. Hann þrýstir á „waypoint" og flettir upp á þeim leiðarpunktum sem hann vill fá fram á skjáinn og ætlar að nota á leiðinni og raðar þeim saman. Hann gefur leiðinni nafnið Reykjavík - Stykkishólmur. Þegar skipið er komið fyrir Öndverðarnes þrýstir skipstjór- inn á „waypoint" takkann og flettir síðan upp á þeim leiðar- punkti sem hann ætlar að sigla til næst, sem í þessu tilfelli er tvær sjómílur norður af Selskeri og þar ætti vitinn í Höskuldsey að vera hvítur. Til að reikna komutíma til Stykkishólms flett- ir hann upp í TideTrack og kannar þannig hvernig sjávar- fallastraumarnir stefna og tek- ur það með í reikninginn. Til að átta sig á því hvenær birtu sé farið að bregða það mikið aö hann eigi von á því að sjá vit- VEIST ÞU Að um vogina þína fara mikil verðmæti og að röng vog getur þýtt fjárhagslegt tjón fyrir þig. Löggilding er viðurkenning á gæðaframleiðslu og nákvæmni. Er vogin þín löggilt? Gættu aö því! LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandic Bureau of Legal Metrology SlÐUMÚLA 13 - PÓSTHÓLF 8114 - IS-128 REYKJAVlk

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.