Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 44
MXJUMGAR TÆKMI Alþjóöasiglingamálastofn- unin (IMO) hefur sett staðal fyrir ratsjár í skip minni en 10.000 rúmlestir. Japanska fyrirtækið Furuno hefur nú sett á markaðinn radar sem upp- fyllir staðal IMO. Radar þessi gengur undir nöfnunum FR 2010 og FR2020. FR 2010 hef- ur 10 kw sendi og dregur 72 sjómílur, en 2020 hefur 25 kW sendi og dregur 96 sjómílur. Skjárinn er dagsbirtuskjár og myndlampi af raster-scan gerð. Radarendurvörp eru skærgul en bakgrunnur svartur eðablár. Blár fyrir dagsbirtu, en svartur fyrir myrkur. Allar upp- lýsingar sem koma fram á skjánum og er raðað kringum radarskjáinn eru í öðrum litum. Flókinn tölvualgorithmi er not- aður til að gera endurvörp greinilegri, svo sem stækkun endurvarpa (Echo Stretch), fylgni endurvarpa (Echo Average), og sjálfvirkur trufl- anadeyfir, en þetta allt er til að auka möguleika á að ná dauf- um endurvörpum og er að sjálf- Tölvuradarinn frá Fur- uno. Handföngin utan á tækinu er hægt að fá með radarnum ef kaup- andi óskar þess, en hlýt- ur að vera mjög æski- legt. sögðu mikið öryggisatriði. Af sama toga er útreikningur á því hvenær endurvarp er næst eig- in skipi (CPA), hvenær það á sérstað (TCPA), raunstefnaog raunhraði endurvarpsins, fjar- lægð til þess og miðun og rat- sjárútsetning á hreyfingu þess yfir radarskjáinn. FRradartæk- in geta unnið upplýsingar um allt að 10 endurvörp hverju sinni. Á radarskjáinn erteiknað viðvörunarsvæði og komi end- urvarp inn á það svæði gefur radarinn frá sér hljóðmerki. Þetta allt auðveldar skipstjórn- armanni að gera sér grein fyrir árekstrarhættu og að bregðast við henni fljótt og örugglega. Uppröðun takka sem flestir eru snertitakkar er athyglisverð og mjög rökrétt. Takkar sem mikið eru notaðir, svo sem rafeinda- miðunarlínan (EBL) og lausi hringurinn (VRM) eru neðar- lega eða nálægt notandanum sitt hvoru megin við skjáinn. Af- lesturinn birtist svo á skjánum við hliðina. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mælingarná- kvæmni í fjarlægðarmælingu 0,8% af fjarlægðarkvarða í notkun eða 7m eftir því hvort er stærra. Nákvæmni í miðun er +-1° en aflestrarnákvæmni með EBL er 0,1°. Umboð fyrir Furuno hér á landi hefur Skip- aradíó hf., Fiskislóð 94, Reykjavík. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viógerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. Dagsbirturadar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.