Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Síða 46
TÆKNI Mynd 1 IVIynd 1B Mynd 2 Mynd 3 46 VÍKINGUR NXJUNGAR Stórar hæggengar skipsskrúfur Stórar hæggengar skips- skrúfur gefa mun betri nýtni en litlar hraðgengar skrúfur. Al- gengt er nú, í stærri skipum, að hafa snúningshraða skrúfunn- arnálægt100sn/mín. (nýbygg- ingum er tekið fullt tillit til þessa atriðis og eins hefur verið reynt að koma fyrir stærri skrúfum í eldri skipum en það hefur oft í för með sé kostnaðarsamar breytingar á skut skipsins, skrúfuás og gír. Skrúfuhringir Skrúfuhringir hafa verið mik- ið notaðir á íslenskum fiskiskip- um um árabil og bæta þeir nýtni skrúfunnar verulega á togi og við veiðar. Aftur á móti eykur skrúfuhringurinn mótstöðu skipsins á siglingu og getur því haft áhrif til hins verra í því til- viki. Á SMM sýningunni í Ham- borg í sept. ’88 sýndi AEG og Jastram skrúfu í skrúfuhring með mjög sérstæðum drifbún- aði. Yst í endum skrúfublað- anna er komið fyrir síseglum en í skrúfuhringnum er komið fyrir rafvöfum tilsvarandi og í sátri samfasa mótors. Með þessu fyrirkomulagi er skrúfuás óþarfur og algert frjálsræði ríkir gagnvart staðsetningu aðal- véla og öll afrétting verður ein- faldari í framkvæmd. Hinsveg- ar verða töpin í aflyfirfærslu frá aðalvélum að skrúfu meiri. Spyrnur og tvískrúfur I tengslum við olíuborpalla- starfsemi hefur þróast sérstök tegund af skrúfubúnaði, svo- kölluð spyrna (thruster), sem er skiptiskrúfa í skrúfuhring þar sem aflyfirfærslan fer um tvö- falt vinkildrif. sjá mynd nr. 2. Þessa skrúfu er einnig farið að nota í skip þar sem miklar kröfur eru gerðar um nákvæma stjórnun og staðsetningu skipsins við þröngar og erfiðar aðstæður. Er þá oft notast við fleiri skrúfur og fæst þá mjög góð og örugg stjórnun skipsins. Skrúfu ásamt skrúfuhring má snúa um lóðréttan ás og þjónar hún því einnig hlutverki stýris- blaðs og stýrisvélar. Spyrnan er talin hafa nokkuð lélegri nýtni en hefðbundinn skrúfu- búnaður. í K.M.W. í Svíþjóð er verið að gera rannsókn með að stað- setja spyrnu fyrir aftan venju- lega hefðbundna skrúfu og á hún að snúast í gagnstæða átt miðað við skrúfuna og er þá stýrisblaði sleppt enda spyrnan notuð sem stýri. Með þessu móti er talið að hægt sé að auka nýtni skrúfubúnaðarins nokkuð og byggir það fyrst og fremst á því að hringiðumynd- un verður minni í kjalsogi og nýtist aflið því betur til hreinnar framdriftar. Aðalskrúfan og spyrnan starfa því saman sem tvískrúfa. Mynd nr. 3 sýnir nið- urstöðurtilraunar (K.M.W.) þar sem samanburður er gerður á venjulegri einfaldri skrúfu (con- ventional) og skrúfum sem snúast í gagnstæðar áttir (CR- system, counterrotating) þ.e. tvískrúfu. Lóðrétti ásinn á línuritinu er af- stæð aflnotkun og sá lárétti er afstæð siglingarmótstaða. Af línuritinu má sjá að þetta gefur umtalsverða aukningu á nýtni og er talað um að hún sé á bilinu 8 -12%.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.