Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 58
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING TIL LESENDA: Frá og meö þessu tölublaði verður gerð breyting á Ratsjá. Fram til þessa hafa upplýsingar eingöngu verið fengnar úr bandaríska blaðinu Pacific Fishing og hefur sú gagnrýni komið fram að þær væru íslenskum sjómönnum að miklu leyti óviðkomandi. Nú hefur verið ákveðið að reyna þess í stað að veita yfirsýn yfir það sem gerst hefur á helstu mörkuðum fyrir íslenskan fisk í mánuðinum fyrir útkomu blaðsins. Verður síðan bætt við því úr Pacific Fishing sem þykir helst snerta íslenskan sjávarútveg. Ekki er við þvíað búast að upplýsingarnar verði tæmandi og væntan- lega þróast þessi þjónusta með tímanum. Væri gott að fá ráðleggingar frá lesendum um það sem betur mætti fara eða þeim finnst vanta í þessa pistla. ÞORSKUR Marsmánuður var gjöfull víðast hvar um land. í marsmánuði var landað 2.564 tonnum af þorski á íslensku fiskmörkuðunum þremur og var það helmingur alls afla sem þeim barst. Mark- aðirnir þrír tóku á móti talsvert meira magni af þorski en í mánuðinum á undan og kom það fram í verðinu sem var nokkru lægra en í febrúar. Með- alverðið sem fékkst á mörkuðunum var 43,30 kr. fyrir kílóið af þorski. Hæsta meðaiverðið fékkst hjá Fiskmarkaði Suðurnesja, 44,45 kr., í Hafnar- firði var meðalverðið 43,54 kr. og á Faxamarkaði í Reykjavík fengust að meðaltali 41,49 kr. fyrir kíló- ið af þorski. ( Grimsby og Hull var landað 3.281 tonni af þorski úr fiskiskipum og gámum í marsmánuði og fengust að meðaltali tæpar 70 kr. fyrir kílóið. Framboð var töluvert meira en í febrúar, þá var landað 1.810 tonnum og meðalverðið var vel yfir 90 kr. fyrir kílóið. ÝSA 750 tonnum af ýsu var landað á íslensku fiskmörkuðunum þremur í mars og reyndist með- alverðið 53 kr. fyrir kílóið. Hæsta meðalverðið fékkst í Hafnarfirði, 56,67 kr., en á hinum mörkuð- unum fengust rúmlega 51 kr. fyrir kílóið að meðal- tali. í mánuðinum var landað 1.958 tonnum af ýsu úr gámum og fiskiskipum í breskum höfnum. Þetta var helmingi meira magn en í febrúar og meðalverðið í mars var líka töluvert lægra, tæp- lega 85 kr. á móti 115 kr. fyrir kílóið í febrúar. 58 VÍKINGUR KARFI953 lestir af karfa bárust fiskmörkuðunum íslensku í marsmánuði og var meðalverðið 25,75 kr. kílóið. Lægst var meðalverðið á Faxamarkaði, 25,30 kr. fyrir kílóið, 25,70 kr. í Hafnarfirði en 26,50 kr. á Fiskmarkaði Suðurnesja. 3.567 tonnum af karfa var landað úr gámum og fiskiskipum íhöfnum íVestur-Þýskalandi og hefur aldrei verið landað jafnmiklu af íslenskum karfa á einum mánuði þar í landi. Verðið sem fékkst að meðaltali var þó ekki teljandi lægra en í mánuðin- um á undan eða rúmar 76 kr. fyrir kílóið á móti rúmlega 82 kr. í febrúar. UFSI Alls var landað 544 tonnum af ufsa á ís- lensku fiskmörkuðunum í marsmánuði. Meðal- verðið í mánuðinum var 19,56 kr. fyrir kílóið, lægst í Hafnarfirði, 18,50 kr., en liðlega 20 kr. á hinum mörkuðunum. í vestur-þýskum höfnum var landað 460 tonn- um af ufsa í mars. Meðalverðið sem fékkst fyrir kílóið var rúmar 50 kr. og hefur farið lækkandi frá áramótum en í janúar fengust yfir 80 kr. að meðal- tali fyrir ufsakílóið. FRYSTAR AFURÐIR Framleiðsla og útflutningur SH hefur verið meiri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um frysta loðnu og loðnuhrogn en hefðbundin frysting á botnfiski hefur einnig gengið vel. Talsvert meira hefur verið fryst af loðnu en í fyrra en verðið sem fæst fyrir hana er svipaö í erlendri mynt. Á markaði fyrir frystan fisk í Bandaríkjunum hafa orðið litlar verðbreytingar að undanförnu. Markaðsverð á þorskblokk hefur verið 1,45 doll- arar fyrir pundið og hækkaði síðast um áramótin. Blokkin hefur heldur verið að styrkjast að undan- förnu og er frekar búist við að verðið þokist upp á við á næstunni. Hærra verð fæst fyrir þorskflök eða um 2 dollarar fyrir pundið og hefur það verið óbreytt um langt skeið. Framleiðsla og sala hefur gengið vel á Bandaríkjamarkaði í marsmánuði. JAPANSMARKAÐUR Eftir óvenjugott ár fyrir flestar fiskafurðir á Jaþansmarkaði dróst neysla og sala verulega saman um síðustu áramót. Staf- aði það einkum af veikindum Hirohitos keisara sem lést 7. janúar eftir langa banalegu. Meðan á henni stóð héldu Japanir veisluhöldum í skefjum, til dæmis var nýársveislum víðast hvar slegið á frest eða aflýst. Þetta hafði áhrif á fisksöluna, einkum,, gjafapakka" ýmiss konar sem njóta mik- illa vinsælda í Japan. Þegar leið á janúarmánuð fóru tignarmennin að streyma til landsins hvaða- næva úr heiminum til þess að vera við jarðarför keisarans og elti þá hjörð af fréttamönnum. Þá fóru hótelin að auka pantanir sínar og eftir jarðar- förina færðist markaðurinn í samt lag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.