Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 47
æsku, eða eins og fram kemur hjá ungum togaraskipstjóra. „Þetta lá barasta beinast við, eigum við ekki að segja að þetta hafi verið í blóðinu bara. Það er náttúrulega það að mað- ur ólst svolítið upp við þetta af því að pabbi var alltaf á sjó“. Stundum er látið að því liggja að sjó- mennskan sé mönnum í blóð borin. Hvað sem því líður bendir rannsóknin til þess að hæfileikinn berist inn í blóðið, greypist inn í merg og bein. „Að sjóast“ skírskotar hvort tveggja til andlegrar og líkamlegrar aðlögunar að nýju umhverfi. Margir viðmælendur lýstu sínum fýrstu ferðum út á sjó sem einkenni- legri blöndu velgju og vanmáttar. Það er ekki fyrr en viðvaningurinn rennur saman við við- fangsefnið, að velgja og vanmáttur víkur fyrir vellíðan og kunnáttu eða eins og skipstjóri lýsti baráttunni við sjóveikina. „Þetta hefur á- byggilega tengst einhverjum leiða við að fara á sjó, en ég held að þetta hafi batnað eftir að ég fór að hætta hugsa um það að fara á sjó“. Til að byrja með styðst nýliðinn við þum- alputtareglur, fylgist með sér reyndari mönn- um, spyr og reynir fýrir sér, stundum afhjúp- ast reynsluleysið eins og aragrúi viðvanings- sagna bera vitni um. Meiri þekkingu fýlgir aukin ábyrgð og jafnframt ný hlutverk um borð í fiskiskipinu. Yfirgripsmikil reynsla og innsýn í ólík störf um borð töldu viðmælend- ur góðan bakgrunn fýrir farsælan skipstjóra eða stýrimann, „menn vita hvernig á að gera hlutina og geta þess vegna dæmt um hvort þeir eru rétt gerðir“, eins og einn orðaði það. Stundum er gerður greinarmunur á góð- um sjómönnum og farsælum fiskimönnum. Það að standa ldár á öllu um borð einkennir góðan sjómann en leikni í fiskveiðum er að- alsmerki fiskimannsins. Segja má að straum- hvörf verði í náminu þegar menn takast á hendur hlutverk stýrimannsins. Fram að þeim tíma snýst námið um að læra allt sem snýr að verklagi og vinnubrögðum sjó- mennskunar en í stöðu stýrimanns gefast aukin tækifæri til að öðlast innsýn í fiskveiði- tækni undir handleiðslu skipstjórans. „Þá fyrst byrjar skóunn...“ í stýrimannaskólum tekur sjómennsku- námið á sig formlegri brag með bóklegu námi. Flestir þakka skólanum fýrir að hafa lært góð vinnubrögð, siglingafræði og undir- stöðuatriði í meðferð tækja en eru jafnframt sammála um að ,„það að veiða verði aldrei lært af bók“. Árangurinn í bóknáminu segir lítið um framhaldið í fiskveiðunum, eða eins og einn viðmælandi útskýrir það. „Ef við för- um út í einkunnir og svoleiðis, þá skiptir það „akkúrat" ekki nokkru máli, strákar sem áttu kannski erfitt með að læra geta verið alveg súperfínir fiskimenn og skipstjórar þó að þeir hafi kannski átt erfitt með að djöflast í gegn- um dönskuna, enskuna eða eðlisfræðina og guð má vita hvað þau heita öll þessi fög“. Þá fýrst hefst skólinn þegar stýrimannsefnið er farið að starfa undir leiðsögn skipstjóra og „lærir bæði um miðin sem maður er á og hvernig maður á að hegða sér gagnvart öðr- um og allt það, það var góður skóli“. Það er hinsvegar eins misjafnt og mennirn- ir eru margir hvernig fiskveiðináminu er hátt- að. En því svipar um margt til lærlingsnáms meðal iðnaðarmanna þrátt fýrir að engar formlegar reglur séu þar um. Tengsl stýri- manns (lærlings) og skipstjórans (meistara) velta á því hvernig þeir ná saman, eins og hér kemur fram í orðum nýbakaðs skipstjóra. „Þegar maður kemur sem stýrimaður reynslu- lítill og reynslulaus þá er náttúrulega ákveðin vantreysting í gangi, hvort sem það er viður- kennt eða ekki. Svo fer það út í það að menn fara að vinna meira saman og menn sanna sig. Og ef menn hafa áhuga á þessu á annað borð þá breytast samskiptin í rólegheitunum í traust. Svo í framhaldið er mönnum treyst til að fara með skipið í einn og einn túr“. Vegna þess að námið er með öliu óformlegt og því fýlgja þess vegna engar sérstakar kvað- ir um tilsögn, er áhugi stýrimannsins lykilat- riði í námsframvindunni. Farsæll aflaskip- stjóri skráir þetta á eftirfarandi hátt. „Maður reynir að leggja línurnar en þetta fer voðalega mikið effir því hvort að þeir vilji læra eitt- hvað, hvort að þeir hafi áhuga fýrir því“. Bróðurparturinn af náminu er aldrei færður í orð, „maður getur allt eins lært af skipstjór- anum með því að sjá hvernig hann hagar sér, þú getur allt eins gert það úti á dekki. Menn fara misjafnlega að þessu og maður hefur nú ekki alltaf hugmynd um það hvort hann er að gera vitlaust eða rétt. Þú verður að læra að meta það líka“, útskýrir þátttakandi í rann- sókninni. Þeir fiska sem róa... Nokkuð hefur verið ritað um leikni og þekkingu íþróttamanna og kom það skemmtilega á óvart hve margt í þeim rann- sóknum rímar við það sem fram kom um skipstjórastarfið. Lykilatriði er að vera í stöð- ugu sambandi við atburðarrásina úti á sjó. „Þeir sem stunda þetta af krafti fýlgjast vel með. Maður gat kannski ekki róið hvern ein- asta dag. Maður gat lent í því að fá landlegu og þá varð maður að stúdera aftur hvernig fiskurinn hafði dreift sér á tímanum. Maður týndi þessu niður ef það kom kannski tveggja, þriggja daga landlega" áréttar þaul- Sjómannablaðið Víkingur 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.