Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 14
Frá fyrri tíð
■ r
t
Boiungarvík
Það er á fárra vitorði að haustið 1924 var stofnað Sjó-
mannafélag Bolungarvíkur. Forgöngumaður að stofnun
þess og fyrsti formaður var Finnbogi Guðmundsson út-
vegsbóndi. Stofnfundurinn var haldinn 24. október og var
þetta fjórða sjómannafélagið sem stofnað var á landinu.
Fimmtán manns komu á fundinn sem haldinn var í svoköll-
uðu Aðventistahúsi að Grundum í Bolungarvík. I stjórn voru
kosnir Finnbogi Guðmundsson formaður, Ebenezer Bene-
diktsson ritari og meðstjórnendur þeir Jón Þórarinsson, Páll
Sólmundsson og Jón Kr. Elíasson.
Sjómannafélag Bolungarvíkur beitti sér fyrir ýmsum mál-
um. Til dæmis að félagsmenn söltuðu sjálfir þann fisk sem
þeir veiddu og seldu hann svo tveggja vikna gamlan uppúr
saltinu. Einnig kom félagið upp frystihúsi með vél sem
framleiddi rafmagn til frystingar á beitu og fleiru.
Samkvæmt upplýsingum dóttur Finnboga, Steinunnar
Finnbogadóttur Ijósmóður, eru litlar upplýsingar til um þetta
Sjómannafélag og starfsemi þess. Stofnun félagsins hafi
ekki ratað inn í bækur um félög sjómanna og verkamanna.
Finnbogi átti og gerði út bát sem hét Norðurljós. Flann var
alla tíð virtur forsvars- og baráttumaður fyrir bættum hag
sjómanna og verkafólks og var ræðumaður sjómannadags í
Bolungarvík um langt árabil. Hann flutti ræður sínar af varn-
argarði brimbrjótsins f Bolungarvík og að því loknu var
gengið til kirkju og síðan hófust aðrir dagskrárliðir að
messu lokinni. í bókinni Einars saga Guðfinnssonar eftir
Norðurljós, báturinn sem Finnbogi átti og gerði út
Finnbogi Guðmundsson
Ásgeir Jakobsson segir að Finnbogi Guðmundsson hafi
verið mikill atgervismaður.
Hann hafi verið þriðji maður frá Jóhanni á Hanhóli,
gjörvulegur að vallarsýn, vel máli farinn, harður verkalýðs-
maður og þar framámaður. Finnbogi var fæddur árið 1884
og lést 1948. ■
GUFUDÆLUR
- afkastamiklir
vinnuþjarkar
& RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F •
SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
4KKRCHER
14
Sjómannablaðið Víkingur