Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Qupperneq 50
sinni öl á borðum. Menn höfðu bara ekki tíma til að fá sér öl og
voru þreyttir. Stundum fór maður ekki einu sinni upp á
bryggju.
Af dósabjór og prjónavélum
-Manstu ekki eina eða tvær góðar sögur af lífinu um borð?
Ja, ég man eftir því að 1959 var ég með ónefndum manni á
skipi en á þessum tíma voru ísskápar ekki almennt komnir á
heimilin. Þessi kall var eineygður og kannski ekki sá skarpasti
sem ég hef siglt með. Hann trúði öllu. A þessum tíma var bjór
í dósum nýkominn til sögunnar. Kallinn kom einu sinni sem
oftar niður til mín og ég spurði hvort hann vildi ekki fá kaldan
bjór. Næ í tvær dósir úr kælinum og spyr hvort hann hafi ekki
tekið eftir því að dósabjórinn sé miklu kaldari heldur en
flöskubjórinn. Jú, hann segist hafa merkt það. Ég segi þá að
þetta sé vegna þess að þeir noti nýtt kerfi á dósabjórinn. Áður
en þeir loki dósunum setji þeir alltaf ísmola útí til að halda
bjórnum köldum. Þá sagði vinurinn: Heyrðu, þú verður
endilega að minna mig á að panta dósir næst. Ég er nefnilega
ekki með ísskáp heima og það er svo djöfull gott að eiga
ískaldan dósabjór ef það koma gestir.
Eitt sinn þegar við vorum í erlendri höfn bauð ég honum
með mér á kínverskan veitingastað. Þegar við nálguðumst
staðinn spurði hann hvort menn þyrftu að borða þarna með
prjónum. -Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta, sagði ég. - Þú
veist að tækninni fleygir svo fram að hér er borðað með
prjónavélum. Svo þegar við erum búnir að sitja svolitla stund og
kallinn hefur horft í kringum sig segir hann að þetta sé helvítis
lygi. Hér séu engar prjónavélar. -Það er sunnudagur í dag og
þetta er svo nýtilkomið að þeir ná ekki að keyra prjónavélarnar
á helgidögum, segi ég. -Nú, segir kallinn. -Heyrðu þú verður
endilega fara með mig hingað einhvern virkan dag svo ég geti
sagt fjölskyldunni frá þessu.
Það var nauðsynlegt að hafa svona kalla með til að krydda
tilveruna.
Árekstur -við borgarísjaka
-Lentir þú ekki stundum í slæmu veðri?
Það var ekki alltaf logn. En það var 1971 að mig minnir sem
við á Brúarfossi lentum á borgarísjaka út af Grænlandi. Það
voru 12 vindstig og 10 metra öldur. Jakinn virðist hafa horfið af
radarnum og við vissum ekki fyrr en skipið skall á honum og
jakinn skar það eina átta metra fyrir ofan sjólínu og valt svo
aftur á skipið. Herbergi kapteinsins lagðist saman og fýlltist af ís
sem og lunningin. Ef jakinn hefði skorið skipið aðeins neðar
hefði ekki verið séns að bjarga neinu því það voru 300 mílur í
næsta skip. Þetta voru mikil læti en við komumst heim þótt
skemmdir væru miklar á brú og lunningu.
Svo gerði vitlaust veður þegar við vorum á heimleið á
Wilemoes gamla þennan eina túr sem ég fór á honum. Við
fórum frá Leith að morgni en Gullfoss fór þaðan um kvöldið.
Þegar við áttum eftir 70 mílur í Eyjar var Gullfoss búinn að fara
framúr okkur, stoppa í Reykjavík í tvo sólarhringa og kominn
70 mílur aftur út en við enn á heimleið. Það gaf yfir allt skipið
og sjór fór inn í skipið og braut hurðir og fleira. Þeir urðu að
dæla olíu í sjóinn til að lægja öldurnar og voru hræddir um að
dallurinn færi niður. Þetta var snarvitlaust veður. En það var
eins og Jón, sem var kallaður mannskaði, sagði af öðru tilefni: -
Það var mannskaðaveður en enginn fórst.
-Var reynt að hafa sérstaklega mikið við í mat um jólin?
Já, jólahaldið byggðist mikið á því. Þá reyndu menn að hvíla
sig nema kokkurinn auðvitað því þá var álagið mest á honum.
Menn komu saman í messanum, borðuðu góðan mat og
spiluðu svo á spil. Þannig var nú það. En ég held að ég væri enn
að skrölta á sjónum ef dóttir mín hefði ekki dáið. Svo missti ég
tengdason minn, sem var giftur yngri dóttur minni, fyrir
tveimur árum. Hann var yfirstýrimaður á Dísafellinu og fórst
með því. Það má því segja að nóg hafi verið komið af sjó-
mannslífinu. Ég fór að vinna hérna á bílasölunni fyrir einu ári
og kunni þá ekki að skipta um dekk á bíl. En ég kann vel við
starfið og hitti hér margt skemmdlegt fólk. Meðal annars er ég
50
Sjómannablabið Víkingur