Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 54
Frívaktin Út er komið 2. bindi af ritinu Hundrað og ein vest- firsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson. Þar er að finna eftirfarandi frásögn: Sigurgeir Jónsson, Geiri í Kaupfélaginu, starfaði lengi í Kaupfélagi Stranda- manna í Norðurfirði á Strönd- um. Strandferðaskipin höfðu fasta viðkomu á Norðurfirði og losuðu varning og lestuðu framleiðslu bænda í Árnes- hreppi. Venjulega hringdu stýrimenn skipanna í gegnum lofskeytastöðina á Siglufirði í Gunnstein Gíslason kaupfé- lagsstjóra og létu vita um komutíma til Norðurfjarðar. Eitt sinn var strandferðaskip væntanlegt til Norðurfjarðar. Venjulega tók Gunnsteinn á móti skipunum en í þetta skipti var hann ekki heima og gekk Geiri í verk hans eins og venjulega þegar svo stóð á. Stýrimaður skipsins hringdi í landi að láta vita af sér og varð Geiri fyrir svörum. Geiri heyrði afar illa en vildi ekki láta bera á því. Hann sagði því ýmist já eða nei í símann, eftir því sem hann hélt að ætti við. Stýrimanni þóttu svörin eitthvað einkennileg og spurði: „Er þetta ekki Gunnsteinn sem ég er að tala við?“ Þá sagði Geiri: „Jú, ætli það sé ekki best.“ Hér kemur önnur vestfirsk þjóðsaga úr safni Gísla Hjartarsonar: Hringt var í Sophus Magnússon, leigubílstjóra á ísa- firði, úr Sjallanum og hann beðinn að koma og aka ungri konu heim til sín inn í Holtahverfi í Skutulsfirði. Sophus brá við skjótt og sótti konuna sem vildi komast sem fyrst heim til sín af ballinu. Þegar þetta var voru greiðslu- kortin nýkomin til sögunnar. Konan, sem var vel í glasi, spyr Sophus hvort hann taki ekki hvað sem er sem greiðslu. Hann hélt það nú, því honum datt ekki í hug annað en konan ætti við greiðslukort. Á leiðinni inn í fjörð sér Sophus að konan er að fitla við pils sitt í aftursætinu, en veitti því enga nánari athygli. Þegar bifreiðin stansar fyrir utan húsið þar sem kon- an bjó, sér Sophus að konan er búin að fletta upp um sig pilsinu. Hann horfir þarna upp í hið allra helgasta og verður að orði: „Nei vinkona, áttu ekki eitthvað örlítið smærra!" Gísli Hjanarson Þau hittust á balli og fyrr en varði voru þau farin að stíga vangadans. -Ég er grasekkja, hvíslaði hún í eyra hans. -Það er fínt, svaraði hann. -Ég er nefnilega grænmetisæta. Siggi trillukarl var orðinn leiður á þessari stöðugu baráttu við kerfið og umræðunni um kvóta og aftur kvóta. Hann seldi húsið, bílinn og trilluna og flutti seint um haustið til Ástralíu. Þar keypti hann niðurnídda jörð langt út á sléttunum. Viku eftir að hann settist þar að sá hann rykský nálgast úr fjarska. Þetta reyndist vera Land Rover sem stöðvaði á hlaðinu. Út úr jeppanum steig risavaxinn Ástrali með barðastóran hatt og stóran hníf í belt- inu. -Ég er næsti nágranni þinn og bý 700 mílur fyrir norðan þig. Ég býð þig velkominn til Ástralíu og vil að þú kom- ir í nýjársfagnað heim til mín, sagði gesturinn. -Já, takk. Þetta hljómar vel og ég læt mig svo sannarlega ekki vanta, svaraði Siggi. -Þú mátt reikna með að það verði mikil drykkja um kvöldið og svo koma áreiðanlega upp hörkuslagsmál, sagði Ástralinn. -Allt í fína með það. Þetta hljómar bara eins og áramótin heima á íslandi, sagði Siggi. -Svo máttu bóka að kynlífið verður fjörugt þarna í fagnaðinum, sagði hinn. -Ho, ho, hó. Það líst mér vel. Ekki veitir af því ég hef ekki átt kost á því lengi, sagði Siggi. Síðan ók Ástralinn sína leið. Tíu mín- útu seinna áttaði Siggi sig á því að hann hafði gleymt að spyrja hvernig gestir ættu að klæðast í veislunni. Hann stökk upp í bíl sinn og ók sem mest hann mátti á eftir Ástralanum og náði honum klukkutima síðar. 54 SJÓMANNABLAÐIÐ Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.