Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 60
konar barefli. Hann benti okkur á spúlslönguna sem hann sagði okkur að skera niður í mátulega langa búta og nota sem kylfur. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar en skárum slönguna niður í hæfilega búta og splæstum lykkju í annan enda þeirra, sem hægt var að smeygja upp á úlnliðinn. Tíminn leið án þess að nokkurt kvak kæmi frá stjórnvöldum og okkur fannst hver mínúta heil eilífð, biðin tímasóun og með öllu óskiljanleg. Sannleikurinn reyndist líka sá, eins og síðar kom í ljós, að hvert augnablik sem leið var tapað tempó og færði okkur sífellt fjær þeim ásetningi að ná stjórn togarans á okkar vaid og sigla hon- um inn í íslenska landhelgi. Eftirvænting og óþreyja sótti á áhöfn- ina eftir að kunnugt varð að Óðinn og Hermóður ættu einnig að taka þátt í aðgerðununr. Við höfðum ldætt okkur í lopapeysur til að þola betur högg og pústra og utan yfir þær fórum við í nank- insstakka, svo að andstæðingurinn næði síður taki á okkur. Við vorum fjórir úr áhöfn Maríu Júlíu sem valdir höfðum verið til uppgöngu á togarann: hásetarnir Rafn Haraldsson og Guðjón Arnes, Kristján Bjarnason bátsmaður, kenndur við Stapadal í Arn- arfirði og í daglegu tali kallaður Stjáni stapi, og svo ég, allir tilbún- ir fyrir langalöngu, hver með sinn slöngubút sér við hlið. Togarinn nálgaðist fiskveiðimörkin á togferð með Óðin siglandi í kjölvatninu. Þegar Paynter skreið út fyrir 12 sjómílna mörkin sneri hann skyndilega til stjórnborða, sló úr togblökkinni og byrj- aði að hífa. Nánast í sömu mund bárust hin langþráðu fyrirmæli frá stjórnvöldum um að stöðva veiðar togarans með valdi og færa hann inn í íslenska landhelgi. Það var um klukkan 07:30 sem við komum að Paynter sem þá var að taka inn vörpuna. Óðinn, sem hafði fylgt togaranum eftir í óslitinni eftirför frá því að hann hafði kastað, þrem sjómílum inn- an línu, kom strax þrem mönnum um borð í hann án verulegrar mótspyrnu. Var Kristján Sveinsson, 1. sfyrimaður af Óðni, fyrir þeim hópi. Við heyrðum togarann kalla á hjálp á 2182 kHz þar sem hann sagði tvö varðskip vera að setja menn um borð til sín. Einhver úr hópi togaranna benti Paynter á eigin ábyrgð og fyrir- mæli freigátunnar áður en hún fór af svæðinu. Bobbingalengja hékk í keðjum á útsíðu togarans og hann var víggirtur sem aðrir togarar á slóðinni. Okkur svall móður í brjósti og meðan varðskip- ið var látið síga gætilega upp að bakborðshlið togarans, tókum við okkur stöðu úti við lunningu, albúnir að stökkva um borð í óvin- inn þegar kallið kæmi. Varúðar varð að gæta þegar lagst var utan á Paynter sökum bobbingalengjunnar, sem kom í veg fyrir að fríholt gögnuðust og að skipin legðust þétt að hlið hvort annars. Þá varð að stöðva varðskipið þar sem slaki var mestur á varnarnetinu, en það var á miðsíðunni á miili svelgs og afturgálga. Ailt gekk þetta fljótt og vel fyrir sig og þegar María Júlía hafði verið stöðvuð utan á hlið togarans stökk fyrsti maðurinn yfir á Iunningu hans og síð- an hver af öðrum. Við klifruðum yfir varnarnetið og þaðan niður í ganginn. Okkur var engin mótspyrna veitt, því áhöfn Paynters var enn upptekin á stjór, það er á hægri hlið, við að innbyrða troll- ið. Búið var að skipta með okkur verkum og við stóðum í hnapp á ganginum og fórum yfir áætlun okkar. Það ltvað við hróp frá stjórnpaiii togarans og í sömu mund kom maður þjótandi út úr brúnni bakborðsmegin, hljóp aftur á keisinn og stökk niður í ganginn rétt þar sem við stóðum. Við brugðunrst til varnar því við bjuggumst við hinu versta, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Maður- inn lét sem hann sæi okkur ekki en hljóp eins og grindahlaupari frarn þilfarskassana og rakleitt upp á hvalbak. Noklerum andartök- um síðar heyrðum við bakborðsakkerið falla. Þetta voru viðbrögð af hálfu togaramanna sem við höfðum alls ekki reiknað með. I þeim svifum kom Kristján Sveinsson út á brúarvæng togarans og sagði okkur Rafni og Guðjóni að fara fram á hvalbak og hífa aJtk- erið upp, en nafna sínum að fara aftur í vél Óðinsmönnum til lið- veislu. Áhöfn togarans hafði lokið við að taka inn trollið og enn var öskrað ofan úr brúnni. Við sáum menn flykkjast fram kassana og stilla sér til varnar við stigahliðið og stigann sem lá upp á hvalbak. Enginn stigi var á stjór. Við þrír tókum sprettinn fram þilfarið, en er við komum að stiganum var hópur manna þar fyrir og meinaði okkur uppgöngu. Án orða leituðu félagar mínir annarra leiða, en ég þfysti á að komast upp stigann. Við ákveðna framgöngu okkar var eins og einbeiting togaramanna léti undan og þeir hleyptu mér framhjá sér án átaka. Ég þokaði mér upp stigann upp á hvalbak- inn og hljóp að akkerisvindunni. Gufa rauk úr glíðirnum og út undan mér sá ég hvar félagar mínir klifruðu óhindrað yfir rekk- verkið á aftanverðum hvalbaknum. Maðurinn sem hafði komið ofan frá brúnni og látið akkerið falla stóð við vinduna og hélt um bremsuna með annarri hendi og með hinni um ventilinn sem hleypir gufunni inn á glíðirinn. Ég skipaði manninum að fara frá og stjakaði við honum en hann virti mig ekki viðlits. Ég þreif þá í axlir hans og ætlaði að svipta honum frá vindunni en hann hélt sér föstum. Ég reyndi að rétta upp fingur hans sem krepptust um bremsuhjólið, en í hvert sinn sem mér tókst að rétta þá upp og losa tak hans á hjólinu greip hann í eitthvert annað tiltækt hald á vind- unni. Það fór að síga í mig og ég tók að leiða hugann að róttækari ráð- um þegar einhver kom aðvífandi og flaug upp á bak mannsins, læsti örmum fram fyrir háls honum og spyrnti með báðurn hnjárn í bak hans. Þarna var kominn félagi minn Rafn Haraldsson, fljúg- andi eins og engill af himni. Andskoti minn við vinduna var alls óviðbúinn þessari atlögu, tók að þrútna og blána í framan og átti brátt í mestu vandræðum með að draga andann. Hann reyndi að hrista Rafn af sér, án þess þó að sleppa tökum sínum á vindunni, en tókst það ekki. Rafn var ekki á þeim buxunum að láta stöðu sína en hékk eins og öskupoki á baki mannsins. Þá flaug í gegnum huga minn að eitthvað yrði ég sjálfur að aðhafast því svona gat þetta ekki gengið lengur. Ég greip til slöngunnar, sem hékk um úlnlið minn, og sló á handarbök mannsins. Hann sleppti takinu á bremsuhjólinu, ekki sársaukans vegna held ég, enda vel varinn af vettlingunum sem hann hafði á höndunum, heldur til að hrista Rafn af sér sem farinn var að valda honum verulegum óþægind- um. Ég notaði tækifærið og hrinti manninum frá vindunni og tók 60 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.