Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Síða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Síða 63
okkur ætlað að leika hlutverk hins algóða, rétta fram vinstri kinnina eftir að hafa fengið pústur á þá hægri. Vitaskuld voru allar þessar fáránlegu afsakanir íslenskra stjórn- valda helber þvættingur. Okkur var auðvitað fullljóst að það var ekki hið kristilega hugarþel sem réð afstöðu þeirra, heldur and- inn frá kærleiksheimilinu NATO, en frá honum kenndi margur magnleysis í hnjánum. Þessi atburður fyllti okkur vantrú á þann boðskap að hér stæði einhuga þjóð saman sem aldrei myndi hvika frá ákvörðun sinni, þjóð sem hefði réttlætið sín megin og vissi hvað hún vildi, jafn- vel þótt hún væri vopnlaus og smá. Þjóð sem myndi aldrei hvika frá ákvörðun sinni um 12 sjómílna fiskveiðilögsögu því hér væri um líf hennar eða dauða að tefla. Og þegar frá leið birtist okkur enn betur hráskinnaleikur stjórnmálanna og sú dapra uppgötv- un að ekki voru íslenskir hagsmunir ávallt hafðir í hávegum. Það var okkur, sem og mörgum öðrum, óskiljaniegt að ekki skyldi nást pólitísk samstaða um það á íslandi að fordæma Englendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þegar fulltrúar ríkja hvaðanæva úr heiminum hirtu þá fyrir framferði þeirra hér við land. Og við spurðum eins og fleiri: Hvers vegna slíta íslensk stjórnvöld ekki stjórnmálasambandi við Breta? Af hverju segjum við okkur ekki úr samfélagi við Atlantshafsbandalagið? Eftir þennan atburð þvarr allt frumkvæði stjórnvalda í deil- unni, sérstaklega eftir stjórnarskiptin í lok ársins 1958. Því and- ófi, sem haldið var uppi úti á miðunum þar til samið var, stóðu skipherrar Landhelgisgæslunnar fyrir án fulltingis þeirra. Stór hluti þjóðarinnar lét líka frá sér heyra og krafði stjórnvöld um einarðari aðgerðir, en á þeim bæ gengu málin út á að láta undan síga frá fyrri áformum en reyna jafnframt að halda pólitískum haus. Mánuðir liðu og urðu að árum, en á fyrrihluta árs 1961 höfðu Englendingar það fram, með þrýstingi frá NATO, að samið var við þá. Allt frá upphafi útfærslunnar höfðu þeir farið öllu sínu fram hér á miðunum af purkunarlausum dólgshætti og meira að segja marglítilsvirt þau fiskveiðimörk sem Alþjóðadóm- stóllinn í Haag hafði ákveðið og þeir þóttust sjálfir í orði kveðnu viðurkenna. Yfirgangi þeirra og ofbeldisverkum linnti ekki fyrr en þeir höfðu haft sitt fram að flestu leyti og íslensk stjórnvöld kysst á vöndinn. Þá var staða Breta á alþjóðavettvangi orðin von- laus, áhrif þeirra og skoðanir í miklum minnihluta og þeir sjálf- ir farnir að huga að því að færa út sína eigin lögsögu. Enginn lét sér þó til hugar koma að heimsveldið væri þar með að ganga heimskommúnismanum á vald. ■ Orandavegi 5 • 101 Reykjavík • S. 562 3760 E. reki.ehf@simnet.is Sjómannablaðið víkingur 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.