Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 78
M. Sigurðsson ehf.
Nýr ræsibúnaður sem
lækkar rafmagnsreikninga
Innflutnings- og þjónustufyrirtækið M. Sigurðsson ehf. vill
að vekja sérstaka athygli á ræsibúnað frá Powerboss, en
nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar fest kaup á Powerboss
búnaði. Þennan búnað má setja við rafmótora af öllum
stærðum og gerðum. Honum er ætlað ræsa og stöðva mót-
ora mjúklega ásamt því að stýra rafmagni inn á mótorana
sem sparar um leið rafmagn og gerir einnig spólurofa óþarfa
með öllu. Ræsibúnaðurinn eru framleiddur í Bretlandi en var
upphaflega þróaður í bandarísku geimferðastofnuninni NASA.
Það er engin skreytni að halda því fram að búnaðurinn spari
raforku og dragi þar með úr kostnaði í rekstri. Til dæmis var
55 kw ræsibúnaður settur upp í fyrirtæki suður með sjó fyrir
nokkru. Reynslan bendir til þess að raforkunotkunin hafi
minnkað þar um allt að fimmtung og að tækið borgi sig upp á
innan við tveimur árum.
Dæla sem gleypir allt
M. Sigurðsson ehf. kynnir einnig til sögunnar dælur frá
Vaughan. Framleiðandinn tekur reyndar svo djúpt í árinni í
eigin kynningarefni að segja að nánast allt geti farið í gegnum
dælurnar án þess að þær stíflist. Á myndbandi má sjá menn
henda frá sér spýtum, fatnaði, flöskum, dósum og heilum
kjúklingum þar sem á að dæla og þetta skilar sér allt út úr
dælunni góðu! Eiginlega má segja að þessi búnaður sé dæla
og kvörn í sama stykkinu og hann er að sjálfsögðu sérlega
hentugur þar sem lítill vökvi er í því sem á að dæla frá einum
stað til annars. Þessar dælur eru t.d. mjög vinsælar i Banda-
ríkjunum, þar sem aðrar dælutegundir hafa gefist upp og stífl-
ast.
Tæki og vélar frá Kóreu og Noregi
M. Sigurðsson er umboðsaðili á íslandi fyrir norska fyrir-
tækið ODIM sem framleiðir glussatæki, háþrýstiþvottastöðvar,
tjakka, vinnslulínur fyrir frystitogara og pökkunarlínur svo eitt-
hvað sé nefnt.
Suður-kóereska fyrirtækið DAEWOO er vel þekkt á íslandi
fyrir bfla, gröfur, tölvubúnað og fleira en nú bætir M. Sigurðs-
son ehf. við báta- og skipavélum á þann lista. DAEWOO
framleiðir allt að þúsund hestafla skipa- og bátavélar sem á-
stæða er til fyrir útvegsmenn að kynna sér vel. Þess má geta
að M. Sigurðsson ehf. hefur tryggt verðandi eigendum Da-
ewoo véla á íslandi viðhalds- og viðgerðarþjónustu hjá fyrir-
tækinu Framtak hf. í Hafnarfirði.
ÓSONTÆKI, AUSTURSKILJUR, BINDIVÉLAR
Eigendur M. Sigurðsson ehf. eru þeir Magnús Sigurðsson
vélfræðingur og Björn Sveinbjörnsson rafvirki. Magnús er
framkvæmdastjóri, Björn er sölustjóri. Þeir koma víða við í
innflutningi og þjónustu, eins og upptalningin hér að framan
gefur sterklega til kynna.
Ósontæki frá norska fyrirtækinu B-Pro í Noregi eru notuð til
að sótthreinsa vatn og loft á nýjan og umhverfisvænan hátt.
Spara má sápuefni í þrifum og klór i sundlaugum. Þessi tæki
eru framleidd í ýmsum stærðum og gerðum bæði fyrir vatns-
og lofthreinsanir.
Austurskiljur frá World Water Systems hreinsa sjó í kjalsogi
skipa áður en honum er dælt aftur í hafið. Einnig framleiða
þeir búnað sem nota má til að hreinsa sjó og gera að drykkj-
arvatni.
Bindivélar frá Cyklop eru notaðar við pökkun í kassa um
borð í skipum. Icedan í Hafnarfirði flytur vélarnar inn og selur
en M. Sigurðsson veitir nauðsynlega viðhaldsþjónustu. ■
78
Sjómannablaðið Víkingur