Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Margrét Hallsdóttir
Frjótími grasa
Á ÍSLANDI
l.mynd. Vallarfoxgras, innan um biðukollur, sóleyjar og njóla, reiðubúið að sleppa frjókornum. Grasfrjó (um 30 pm í þvermál) á
innfelldu myndinni. - Timothy in flower, together with meadow buttercup, dandelion clocks, autumn hawkbit and northern dock.
Inserted photograph shows a grass pollen grain (30 pm in diameter) as seen through a light microscope.
Fylgst er með frjókomum í lofti
víða um heim, sums staðar árið
um kring en annars staðar yfir
vor- og sumarmánuðina eða þegar
plöntur em í blóma. Frjómælingar eiga
sér ríflega hálfrar aldar sögu á
Englandi, en þar hafa samfelldar mæl-
ingar verið shmdaðar hvað lengst í
Evrópu. Astæður þess að menn hófu
frjómælingar voru bæði áhugi á árs-
tíðabundnum breytingum í náttúr-
unni og forvitni um áhrif frjókoma á
heilsu manna. A Norðurlöndum voru
það Svíar sem riðu á vaðið vorið 1973,
Finnar og Norðmenn hófu mælingar
1976 og Danir fylgdu í kjölfarið 1977.1
Islendingar hófu síðan árvissar og
samfelldar mælingar yfir allan frjótím-
ann í Reykjavík árið 1988 en stakar
mælingar voru reyndar gerðar við bú-
veðurstöðina Hátún á Akureyri sum-
arið 1973.2
Margt getur haft áhrif á dreifingu
frjókorna vindfrævaðra plantna.
Líklega er veðráttan stærsti áhrifa-
valdurinn. Hún hefur ekki einasta
áhrif á þroska plantnanna heldur
skiptir vindur, raki og hiti miklu
máli þegar kemur að því að blómin
opnist og frjóhnapparnir komi fram
í dagsljósið, tilbúnir að dreifa frjó-
kornum á frænin svo frjóvgun geti
orðið og fræ þroskast. Víst er að fá
Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 107-114, 2007
107