Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
inu, sem styðjist við vísindasafn
Náttúrufræðistofnunar Islands.
Jafnframt verði eflt sýningar- og
kennslusafn um náttúrufræði á
Akureyri á sama grunni."
2. Vöktun á lífríki Þingvallavatns:
„Aðalfundur Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN), haldinn 26.
febrúar 2005 í Kópavogi, ítrekar
fyrri ályktanir aðalfunda HIN frá
28. febrúar 2004, 1. mars 2003, 2.
mars 2002, 24. febrúar 2001, 26.
febrúar 2000, 27. febrúar 1999, 28.
febrúar 1998, 1. mars 1997 og 17.
febrúar 1996 um nauðsyn vöktun-
ar á lífríki Þingvallavatns og
verndunar á vatnasviði Þingvalla-
vatns með sérstakri áherslu á eft-
irfarandi atriði:
• Komið verði sem fyrst á skipu-
legri langtímavöktun á lífríki
Þingvallavatns er taki til helstu
efna- og eðlisþátta, gróðurs,
smádýra og fiska.
• Allt vatnasvið Þingvallavatns
verði verndað á viðeigandi hátt,
t.d. með stækkun þjóðgarðsins
og skráningu á heimsminjaskrá
Sameinuðu þjóðanna. Sérstak-
lega ber að líta til einstaks líf-
ríkis Þingvallavatns, söguhelgi
Þingvalla og stórmerkilegrar
jarðfræði og einstaklega fallegs
landslags á vatnasviðinu í
heild.
• Unnið verði viðeigandi kynn-
ingarefni um náttúrufar svæð-
isins og það gert aðgengilegt
gestum á svæðinu og almenn-
ingi öllum."
3. Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs:
„Aðalfundur Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN), haldinn 26.
febrúar 2005 í Kópavogi, fagnar
ákvörðun ríkisstjórnar Islands frá
25. janúar síðastliðnum þess efnis
að fela umhverfisráðherra að
vinna að undirbúningi á stækkun
Vatnajökulsþjóðgarðs er taki til
landsvæðis norðan Vatnajökuls á
vatnasviði Jökulsár á Fjöllum.
A skömmum tíma hefur ríkis-
stjórnin tekið stefnumarkandi
ákvarðanir um nýtingu á náttúru
hálendisins í anda sjálfbærrar
þróunar með langtímahagsmuni
komandi kynslóða að leiðarljósi.
Hér er vísað til ákvarðana um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs,
stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli
og nú síðast stækkun Vatnajök-
ulsþjóðgarðs til norðurs. Þetta er
mikið fagnaðarefni og sannarlega
mikill sigur fyrir náttúruvernd í
landinu. Einkum ber að fagna því
hve heildstætt er tekið á málinu
og að landnýtingaráform nái til
heilla vatnasviða og þvert yfir
landið frá norðri til suðurs.
Til að leiða þjóðgarðsmálin far-
sællega til lykta er brýnt að vinna
þau áfram í góðri samvinnu við
heimamenn og aðra hagsmuna-
aðila, þ.m.t. frjáls félagasamtök
um umhverfis- og náttúruvernd.
Þá telur HÍN að huga þurfi sér-
staklega að eftirfarandi atriðum;
1) að mörk Vatnajökulsþjóðgarðs
verði föst og fylgi ekki hopi jök-
ulsins, 2) að Langisjór og allt
vatnasvið Skaftár verði hluti af
Vatnajökulsþjóðgarði, 3) að frið-
unarákvæði Vatnajökulsþjóð-
garðs samræmist reglum Alþjóða-
náttúruverndarsjóðsins (IUCN),
4) að hvers kyns mannvirki vegna
bætts aðgengis, reksturs og stjórn-
unar verði í lágmarki og staðsett í
jaðri þjóðgarðs eða utan hans, og
5) að faglegur metnaður verði
hafður í öndvegi við stjórnun
þjóðgarðsins."
ÚTGÁFA OG
HEIMASÍÐA FÉLAGSINS
Einn árgangur Náttúrufræðingsins,
72. árgangur, kom út árið 2004 og
skiptist hann í tvö tvöföld hefti.
Enn er í gildi samningur milli félags-
ins og Náttúrfræðistofnunar íslands
um útgáfu tímaritsins. Forsvars-
menn stofnunarinnar hafa lýst áhuga
á að endurskoða samninginn þar
sem þeir telja forsendur hafa breyst
síðan samningurinn var fyrst gerður,
árið 1996. Umræður milli stjómar fé-
lagsins og forstjóra Náttúrufræði-
stofnunar hófust á árinu en miðaði
hægt. Stjómin leggur mikla áherslu á
að vinna upp þá tveggja ára seinkun
sem er á útgáfu tímaritsins. Á árinu
gekk Ásdís Auðunsdóttir úr ritstjóm
Náttúrufræðingsins.
Fréttabréfið kom út þrisvar sinn-
um á árinu. Enn var unnið að því að
safna netföngum félagsmanna
þannig að hægt væri að senda
Fréttabréfið á rafrænu formi til net-
tengdra félagsmanna. Netföng hjá
innan við helming félagsmanna eru
nú í félagaskránni.
Félagið á lénið hin.is og undir því
er nú vistuð einföld heimasíða með
mjög takmörkuðum upplýsingum.
Á árinu hófst undirbúningur að
gerð nýrrar heimasíðu félagsins.
1. mynd. Konráð Þórisson sagði skemmtilega frá í siglingunni semfarin var um eyjarnar
á Sundunum við Reykjavík.
143