Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn
tittlinga, í samstarfi við Náttúru-
stofu Reykjaness og Líffræðistofnun
Háskólans. Nú í vor verða endur-
heimt staðsetningartæki (Gangritar)
sem sett voru á skrofur í Ystakletti í
fyrravor og þá verður hægt að sjá
farleiðir viðkomandi fugla og hvar
þeir héldu sig í vetur. Við merking-
ar á sæsvölum hafa einnig endur-
heimst merktir fuglar. I fyrrasumar,
2006, náðust til dæmis fuglar í
Elliðaey sem merktir voru á sama
stað árin 1986, 1988 og 1989 og
einnig náðist einn sem merktur var
í Noregi. Merkingarnar gefa því
m.a. upplýsingar um lífaldur fugl-
anna og flutning á milli varpsvæða.
Sumarið 2006 rannsakaði Rannveig
Magnúsdóttir líffræðingur fæðu og
afkomu lundastofnsins í Vest-
mannaeyjum og er stefnt að því að
ráða fastan starfsmann í það verk-
efni sumarið 2007. Lundarannsókn-
irnar verða í samstarfi við Hafrann-
sóknastofnunina, Háskóla íslands
og fleiri aðila en vísbendingar eru
um afkomubrest hjá lundanum síð-
ustu tvö ár og því er mikilvægt að
fylgjast náið með stofninum næstu
ár. Náttúrustofan hefur einnig ráðið
einn til tvo sumarstarfsmenn á
hverju sumri og þá oft í samstarfi
við Rannsóknasetur Háskólans.
Náttúrustofan sinnir einnig ýms-
um öðrum verkefnum eins og lög
kveða á um. Má þar nefna almenna
gagnaöflun um náttúrufar á Suður-
landi, undirbúning að friðlýsingu
fuglabjarganna í Vestmannaeyjum
sem búsvæðis fyrir sjófugla, fyrir-
lestra og opin fræðsluerindi, þar á
meðal í samstarfi við Samtök Nátt-
úrustofa, auk þess sem stofan held-
ur úti heimasíðu (www.nattsud.is)
þar sem miðlað er fróðleik og
sagðar fréttir af starfinu.
4. mynd. Guöjón Gíslason og Auðunn Herjólfsson störfuðu á Náttúrustofunni sumarið 2006 og aðstoðuðu m.a. við bergsýnasöfnun í
Ystakletti. Ljósm.: Ingvar Atli Sigurðsson.
136