Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Þakprismasjónauki, Nikon Monarch 8x42 DCF. Með aldri þrengjast hámarksljós- op augnanna úr 7-8 mm í tvítugum manni í um 5 mm í fimmtugum. Öldungur hefur því takmörkuð not af 8x56 náttkíki með 7 mm útgangs- ljósopi. Til nota á skipum henta vel sjón- aukar með hóflegri stækkun og stóru útgangsljósopi. I veltu getur verið erfitt að halda kíki stöðugum í mikilli stækkun og að beina þröng- um útgangsljósopsgeisla nákvæm- lega að sjáaldri augans. Flestir skips- sjónaukar eru af stærðinni 7x50. Stækkun og sjónsvið í fljótu bragði mætti ætla að hand- sjónauki sé því betri sem hann stækkar meir. En með aukinni stækkun reynist erfiðara að hemja viðfangið innan sjónsviðs kíkisins. Við val á handsjónaukum þarf hver að taka mið af handstyrk sín- um. Flestir menn ráða vel við sjö- eða áttfalda stækkun; handstyrkir menn nýta lOx stækkandi kíkja, en með 12x eða meiri stækkun þurfa flestir að skorða kíkjana við þrífót eða annan festibúnað. Til eru handsjónaukar með tölvu- stýrðum hristijöfnunarbúnaði, „image stabilizer", sem knúinn er rafhlöðum og dregur úr áhrifum hristings með því að breyta för ljóss gegnum tækið. Á stórum kíki frá Zeiss, 20x60 S, er hugvitsamlegur hristijöfnunarbúnaður án tölvu- stjórnar og battería. Auk þess sem hlutir í mikilli stækkun færast hraðar innan sjón- sviðsins og út úr því er sjónsvið kíkis að öðru jöfnu því þrengra sem stækkunin er meiri. Hér kemur við sögu þriðja mælitalan, sem lesa má á flestum sjónaukum, sjónarhornið. Það er ýmist skráð sem horn eða sem þvermál sjónsviðsins á tilteknu færi. Hver gráða í sjónarhorni kíkis spannar 17,5 metra þvermál á 1000 m færi, þannig að 7,5° sjónarhorn spannar til dæmis 122 metra svið í 1000 metra fjarlægð. Vítt sjónsvið auðveldar mönnum að greina hrað- fara viðfangsefni, svo sem flokk fugla á flugi, en það gerir kíkinn þyngri því það kallar á stærri pris- mu og augngler auk þess sem hætt er við að myndin verði óskýr úti við jaðrana, einkum ef notandinn er með gleraugu. Til eru handsjónaukar með breyti- legri stækkun, „súmstillingu". Sam- kvæmt tiltækum heimildum virðast þeir enn nokkuð að baki venjuleg- um faststækkandi linsukerfum um skerpu. Skerpustilling Svonefndir „sjálfskerpandi" sjón- aukar (autofocus) ættu flestir fremur að kallast „óskerpandi". I þeim er fastskorðuð fjarlægðarstilling sem gefur skarpa mynd af alldjúpu sviði allt út að sjóndeildarhring en nálæg- ir hlutir verða óskýrir. Einnig eru til eiginlegir sjálfskerpandi kíkjar með rafhlöðu sem knýr sjálfvirka fjar- lægðarstillingu líkt og er í mörgum ljósmyndavélum, en þeir eru flóknir og fyrirferðarmiklir og sennilega svifaseinni en vanur sjónaukanot- andi. Fuglaskoðari þarf bæði að geta skoðað auðnuhttling á nálægri grein og örn í háloftum og ætti að velja sjónauka sem skilar skarpri mynd á 3 metra færi eða nær. I flestum nýjum kíkjum er fjar- lægðin stillt fyrir bæði augu í senn með hjóli á miðási kíkisins sem ýmist færir bæði augnglerin sam- hliða fram eða aftur ellegar verkar á sérstakt skerpustillikerfi inni í kíkin- um. Áður þarf að stilla kíkinn með hliðsjón af innbyrðis sjón augnanna. Sú stilling er fundin í eitt skipti fyrir öll með því að haldið er fyrir hægra hlutgler og skerpan stillt á fjarlægan hlut á vinstra auga. Svo er tekið fyrir vinstra hlutglerið og snúið hólk með kvarða, sem aðeins stillir hægra augngler þar til myndin í því er skörp. Ef sjónin er eins á báðum augum stendur sá kvarði á núlli en sýnir annars plús- eða mínustölu. I hvert sinn sem notandinn handleik- ur síðan kíki (eða smásjá með tveim- ur augnglerjum) þarf haim að stilla kvarðann á þessa tölu. 7. mynd. Sjónauki með hristijöfnun, Canon 15x50 IS. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.