Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Gervitunglamynd af Skeiðarársandi þar sem rannsóknarsvæðin fjögur eru sýnd: A er austasta svæðið, MS mið-suðursvæðið, MN mið-norðursvæðið og V vestasta svæðið. Myndin er innrauð SPOT5 gervitunglamynd ©LMÍ (rautt=gróður) frá árinu 2002. Svörtu línurnar sýna vegi og vegaslóða. - Satellite image of Skeiðarársandur showitíg the location ofthe study sites. The order ofthe study sites is east (A), mid-north (MN), mid- south (MS) and west (V). This is an infrared SP0T5 satellite image ©LMÍ (red=vegetation) from 2002. The black lines represent roads and off-road trails. Skeiðarársandur (1.000 km2) er lík- lega stærsti jökulsandur jarðar nú á dögum (Helgi Björnsson, Raun- vísindastofnun Háskóla íslands, munnleg heimild). Sandurinn er aurkeila mótuð af straumvötnum og jökulhlaupum, hallalítill og eins- leitur á að líta.1 Einhver gróður hef- ur líklega alltaf verið á sandinum og vitað er að þar voru melhólar fyrir aldamótin 1800.23 Flest bendir þó til að sandurinn hafi verið lítt gróinn en að gróður hafi tekið að breiðast út eftir að jökullinn hopaði aftur fyrir jökulgarða sína um miðja 20. öld. Þá flæddi hlaupvatn ekki leng- ur óhamið um sandinn heldur var að mestu bundið við ákveðna far- vegi þar sem skörð mynduðust í jökulgarðana.1 Mestur hluti sands- ins (70%) hefur enn mjög strjála gróðurþekju (<10%) en 15-20% teljast vel gróin (>50% gróðurþekja; byggt á gögnum frá árinu 2002).45 Sandurinn er nú nýttur sem sumarhagi fyrir rúmlega 180 lamb- ær (Búnaðarsamband Suðurlands, munnleg heimild) en beit getur haft hamlandi áhrif á vöxt birkiplantna, hindrað nýliðun og aukið afföll.6-7-8 Birki, gulvíðir (Salix phylicifolia L.) og loðvíðir (S. lanata L.) hafa öll numið land á Skeiðarársandi. Birki er lykiltegund í mörgum íslenskum vistkerfum og verður gjarnan ríkj- andi á síðari stigum framvindu.91011 Það getur einnig numið land snemma í frumframvindu9-11 og var t.d. ein fyrsta háplöntutegundin sem festi rætur á jökulaurum Skaftafellsjökuls í Öræfum, skammt frá Skeiðarársandi.9 Það sem ræður mestu um land- nám plantna er fræregn og framboð öruggra seta.12 Fræframleiðsla birkis og spírunarhæfni geta verið mis- munandi á milli ára13-14 og þar af leiðandi magn og gæði fræregns. Fræið þarf svo að lenda í öruggu seti til að geta spírað15 en örugg set eru blettir í umhverfinu þar sem umhverfisaðstæður eru hagstæðar fyrir uppkomu og afkomu kím- plantna.12 Birkið er svo þétt á nokkrum svæðum á sandinum að halda mætti að því hafi verið sáð í stórum stíl, en staðfest vitneskja um slíkt er þó ekki til (Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, munnleg heimild). Það er heldur ekki ólíklegt að birkið sé sjálfsáð þarna þar sem stutt er í víðáttumikið birkikjarr og skóg í Skaftafellsþjóðgarði, m.a. Bæjar- staðarskóg í Morsárdal. í þessari grein er leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvenær hófst landnám birkis á Skeiðarár- sandi? Er birki á Skeiðarársandi fyrsta kynslóð landnema eða er birkið farið að sá sér frá plöntum sem áður hafa numið land á sand- inum? Nemur birki land á Skeiðarársandi jafnt og þétt? Hefur sumarbeit sauðfjár á sandinum áhrif á landnám og vöxt birkis? Aðferðir Rannsóknarsvæðið Sumarið 2004 voru fjögur rannsókn- arsvæði valin milli Gígjukvíslar og Skeiðarár. Svæðin voru á bilinu 200-500 m2. Svæði A (austur), MN (mið-norður) og V (vestur) voru í NA-SV stefnu frá Skaftafellsheiði með 5,6 km á milli svæða (2. mynd). Svæði MS (mið-suður) var 650 m sunnan við svæði MN eða um miðjan sand. Svæðin voru valin í mismikilli fjarlægð frá Skaftafells- heiði þaðan sem líklegast er að fræ berist. Norðaustanáttir eru ríkjandi á sandinum á haustin (frá síðari hluta september) (Veðurstofa Islands, óbirt gögn), þegar birkifræ dreifast, og það auk landfræðilegra aðstæðna gerir það að verkum að birkiskógar vestan við sandinn (svo sem Núps- staðarskógur) eru ólíklegar fræupp- sprettur á rannsóknarsvæðunum. Gagnasöfnun í júlí 2004 voru tveir til fimm 50*50 m reitir lagðir tilviljunarkennt út á hverju svæði. Þéttleiki birkis var reiknaður út frá talningum innan reita. Urtak (fjöldi reita) réðst að hluta af þéttleika birkis, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.