Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 76
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Krakkarnir höfðu mjög gaman afþví að skoða trjónukrabbana.
Fræðslufundir
OG FRÆÐSLUFERÐIR
A vegum félagsins voru haldin sjö
fræðsluerindi á árinu. Fundirnir
voru haldnir síðasta mánudag hvers
mánaðar á tímabilinu september til
maí, að desember undanskildum. Á
árinu urðu breytingar á stað- og
tímasetningu fræðslufundanna; fyrri
hluta árs voru þeir eins og áður kl.
20:30 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla
Islands en um vorið voru þeir fluttir
í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræða-
húsi Háskóla Islands). Fundartíma
var þá breytt til kl. 17:15 og var það
gert til að freista þess að auka að-
sóknina en hún hafði dregist saman.
Alls mættu um 240 manns á fræðslu-
fundunum, eða 35 manns að meðal-
tali á hvert erindi. Erindin voru:
Febrúar: Ingibjörg Svala Jóns-
dóttir; Þurrlendisvistfræði Sval-
barða og annarra heimskauta-
svæða. Fundargestir voru 20.
Mars: Gísli Már Gíslason; Vist-
fræði urriðans í Laxá, Suður-Þing-
eyjarsýslu. Fundargestir voru 65.
Apríl: Þorbergur Hjalti Jónsson;
Af vistfræði birkis. Fundargestir
voru 41.
Maí: Ólafur Arnalds; íslenskur
jarðvegur - eðli og myndun. Fund-
argestir voru 26.
September: Ármann Höskulds-
son; Myndun og mótun Vest-
mannaeyja frá síðjökultíma til vorra
daga. Fundargestir voru 46.
Október: Andrés Arnalds; Land-
heilsa jarðar - ástand landkosta í
heiminum. Fundargestir voru 29.
Nóvember: Anna Dóra Sæþórs-
dóttir; Þolmörk í ferðamennsku:
Samanburður á upplifun ferða-
manna í Landmannalaugum og
Lónsöræfum. Fundargestir voru 16.
I upphafi ársins ákvað stjórnin að
bjóða ekki upp á langa ferð þar sem
undanfarin tvö ár hefur þurft að af-
lýsa ferðum sökum dræmrar þátt-
töku. I staðinn voru tvær dagsferðir í
nágrenni höfuðborgarsvæðisins
skipulagðar, þ.e. sigling um eyjar á
Sundunum við Reykjavík og göngu-
ferð í Grændal í Ölfusi ofan við
Hveragerði. Vegna forfalla leiðsögu-
manna þurfti að fresta Grændals-
ferðinni. Siglingaferðin var farin í
góðu veðri laugardaginn 29. maí og
staldrað við stutta stund í Viðey.
Leiðsögumenn voru Konráð Þóris-
son líffræðingur, Ólafur Einarsson
fuglafræðingur og Árni Hjartarson
jarðfræðingur. Alls mættu 37 í ferð-
ina og voru þátttakendur á öllum
aldri. Ferðin heppnaðist mjög vel og
var ánægjuleg í alla staði.
HÍN var aðili að árlegri fugla-
skoðunarferð í samstarfi við Fugla-
verndarfélag íslands og Ferðafélag
Islands og var ferðin auglýst í
bæklingi FÍ.
Annað
í byrjun ársins stóð HÍN ásamt sex
öðrum frjálsum félagasamtökum að
yfirlýsingu og tillögu um Vatnajök-
ulsþjóðgarð sem var afhent ráð-
gjafarnefnd um Vatnajökulsþjóð-
garð. Efni tillögunnar endurspegl-
aðist í ályktun um þjóðgarðinn sem
samþykkt var á aðalfundinum (sjá
ályktun nr. 3).
Félaginu berast reglulega beiðnir
frá nefndarsviði Alþingis um at-
hugasemdir, m.a. um lagafrumvörp
og þingsályktunartillögur. Á árinu
sendi stjórn félagsins frá sér um-
sögn um breytingar á lögum um
mat á umhverfisáhrifum. Stjórn
félagsins sendi einnig athugasemdir
til Skipulagsstofnunar vegna mats á
umhverfisáhrifum Gjábakkavegar í
Eldborgarhrauni.
Tveir fulltrúar HIN, Droplaug
Ólafsdóttir og Kristín Svavarsdóttir,
sóttu aðalfund Landverndar sem
haldinn var 22. maí 2004 í Skáta-
miðstöðinni í Árbæ, Reykjavík.
Um höfundinn
Kristín Svavarsdóttir (f. 1959)
hefur verið formaður Hins
íslenska náttúrufræðifélags frá
riy|| 2002. Hún lauk doktorsprófi í
jufí Jj plöntuvistfræði frá Lincoln-
J háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín
er sérfræðingur í vistfræði hjá
l V;. Landgræðslu ríkisins.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Kristín Svavarsdóttir
kristin.svavardottir@land.is
Landgræðsla ríkisins
Skúlagötu 21
IS-101 Reykjavík
144