Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 76

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 76
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Krakkarnir höfðu mjög gaman afþví að skoða trjónukrabbana. Fræðslufundir OG FRÆÐSLUFERÐIR A vegum félagsins voru haldin sjö fræðsluerindi á árinu. Fundirnir voru haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til maí, að desember undanskildum. Á árinu urðu breytingar á stað- og tímasetningu fræðslufundanna; fyrri hluta árs voru þeir eins og áður kl. 20:30 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Islands en um vorið voru þeir fluttir í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræða- húsi Háskóla Islands). Fundartíma var þá breytt til kl. 17:15 og var það gert til að freista þess að auka að- sóknina en hún hafði dregist saman. Alls mættu um 240 manns á fræðslu- fundunum, eða 35 manns að meðal- tali á hvert erindi. Erindin voru: Febrúar: Ingibjörg Svala Jóns- dóttir; Þurrlendisvistfræði Sval- barða og annarra heimskauta- svæða. Fundargestir voru 20. Mars: Gísli Már Gíslason; Vist- fræði urriðans í Laxá, Suður-Þing- eyjarsýslu. Fundargestir voru 65. Apríl: Þorbergur Hjalti Jónsson; Af vistfræði birkis. Fundargestir voru 41. Maí: Ólafur Arnalds; íslenskur jarðvegur - eðli og myndun. Fund- argestir voru 26. September: Ármann Höskulds- son; Myndun og mótun Vest- mannaeyja frá síðjökultíma til vorra daga. Fundargestir voru 46. Október: Andrés Arnalds; Land- heilsa jarðar - ástand landkosta í heiminum. Fundargestir voru 29. Nóvember: Anna Dóra Sæþórs- dóttir; Þolmörk í ferðamennsku: Samanburður á upplifun ferða- manna í Landmannalaugum og Lónsöræfum. Fundargestir voru 16. I upphafi ársins ákvað stjórnin að bjóða ekki upp á langa ferð þar sem undanfarin tvö ár hefur þurft að af- lýsa ferðum sökum dræmrar þátt- töku. I staðinn voru tvær dagsferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins skipulagðar, þ.e. sigling um eyjar á Sundunum við Reykjavík og göngu- ferð í Grændal í Ölfusi ofan við Hveragerði. Vegna forfalla leiðsögu- manna þurfti að fresta Grændals- ferðinni. Siglingaferðin var farin í góðu veðri laugardaginn 29. maí og staldrað við stutta stund í Viðey. Leiðsögumenn voru Konráð Þóris- son líffræðingur, Ólafur Einarsson fuglafræðingur og Árni Hjartarson jarðfræðingur. Alls mættu 37 í ferð- ina og voru þátttakendur á öllum aldri. Ferðin heppnaðist mjög vel og var ánægjuleg í alla staði. HÍN var aðili að árlegri fugla- skoðunarferð í samstarfi við Fugla- verndarfélag íslands og Ferðafélag Islands og var ferðin auglýst í bæklingi FÍ. Annað í byrjun ársins stóð HÍN ásamt sex öðrum frjálsum félagasamtökum að yfirlýsingu og tillögu um Vatnajök- ulsþjóðgarð sem var afhent ráð- gjafarnefnd um Vatnajökulsþjóð- garð. Efni tillögunnar endurspegl- aðist í ályktun um þjóðgarðinn sem samþykkt var á aðalfundinum (sjá ályktun nr. 3). Félaginu berast reglulega beiðnir frá nefndarsviði Alþingis um at- hugasemdir, m.a. um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Á árinu sendi stjórn félagsins frá sér um- sögn um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Stjórn félagsins sendi einnig athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar í Eldborgarhrauni. Tveir fulltrúar HIN, Droplaug Ólafsdóttir og Kristín Svavarsdóttir, sóttu aðalfund Landverndar sem haldinn var 22. maí 2004 í Skáta- miðstöðinni í Árbæ, Reykjavík. Um höfundinn Kristín Svavarsdóttir (f. 1959) hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá riy|| 2002. Hún lauk doktorsprófi í jufí Jj plöntuvistfræði frá Lincoln- J háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín er sérfræðingur í vistfræði hjá l V;. Landgræðslu ríkisins. PÓSTFANG HÖFUNDAR Kristín Svavarsdóttir kristin.svavardottir@land.is Landgræðsla ríkisins Skúlagötu 21 IS-101 Reykjavík 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.