Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. mynd. Rannsóknarsvæðið á Vesturöræfum og Brúardölum (stærra) og í Arnardal (minna) teiknuð inn á SPOT5-gervitunglamynd frá 2002. Myndflöturinn er 3600 km2. - The study area in northeast lceland shown on a SPOT5 image. (Sigurður H. Magnússon o.fl., óbirt gögn). Að baki vistgerðaflokkun- inni liggja 392 gróðurmælisnið (2 x 200 m) af sjö hálendissvæðum. A hverju sniði hafa verið skráðar há- plöntutegundir og annar gróður, gróðurþekja og ýmsir umhverfis- þættir svo sem halli lands, grýtni o.fl. Við úrvinnslu var beitt fjöl- breytugreiningu, þ.e. flokkun (e. classification) og hnitun (e. ordin- ation). Vistgerðakort hafa verið unnin af þeim svæðum sem rannsökuð hafa verið en á þeim finnast alls 26 vist- gerðir. Það var gert með því að finna samsvörun milli gróðurflokka sem notaðir eru við hefðbundna gróður- kortlagningu og kortlagningu vist- gerða. Einkenni gróðurfélaga á gróð- urkortum, eins og þeim er lýst í gróðurlykli Steindórs Steindórsson- ar,25 voru borin saman við niðurstöð- ur gróðurmælinga og lýsingu vist- gerða. Þannig var hverju gróðurfé- lagi varpað í ákveðna vistgerð eftir gróðursamsetningu og þekju.24 Með þessari aðferð er kortlagning vist- gerða háð því að gróðurkortlagning hafi þegar farið fram á því svæði sem unnið er með en það er bæði kostnaðarsamt og seinlegt ferli. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar að kanna hvort hægt sé að nýta SPOT5-fjar- könnunargögn til að greina og kort- leggja útbreiðslu vistgerða á há- lendi Islands og draga með því úr kostnaði og vinnu við kortlagningu og hins vegar að bera saman vist- gerðagreiningu byggða á fjarkönn- un og vistgerðakort byggt á hefð- bundinni gróðurkortlagningu. RANNSÓKNARSVÆÐI Rannsóknarsvæðið liggur norð- austan Vatnajökuls (1. mynd). SPOT5-mynd (60 x 60 km) sem not- uð er var tekin af svæðinu haustið 2002 og er skýjalaus. Innan mynd- flatarins eru tvö svæði sem hafa mikið verið rannsökuð á undan- förnum árum, annars vegar Vestur- öræfi og Brúardalir og hins vegar Arnardalur á Möðrudalsöræfum. A svæðunum er fjölbreytt landslag og gróðurfar. Sumarið 1999 og 2000 voru gerðar vettvangsrannsóknir þar í tengslum við kortlagningu gróðurs og vistgerða. Miklar grunn- upplýsingar lágu því fyrir um þessi svæði.24,26 Svæðið á Vesturöræfum og Brúardölum er helmingi stærra en svæðið við Arnardal, gróðurfar þar fjölbreyttara og meiri gróður- mælingar höfðu farið þar fram. Því var ákveðið að beina sjónum að Vesturöræfum og Brúardölum í þessari rannsókn en nýta þó einnig mælingar úr Arnardal, einkum til að fá meiri fjölbreytileika milli vist- gerða og innan þeirra á hálendi Islands (1. mynd). Svæðið á Vesturöræfum og Brú- ardölum nær yfir um 350 km2 begg- ja vegna Jökulsár á Dal (1. mynd). Það er um 35 km langt frá norðri til suðurs. Á nyrðri hluta þess eru víð- áttumiklir melar upp af grónum dalbotnum sem liggja í um 500 m y.s. Á syðri hluta svæðisins eru mis- hæðalítil víðerni í um 650 metra hæð þar sem stór og samfelld gróð- urlendi teygja sig allt suður að Brú- arjökli. Kárahnjúkar og Sandfell rísa upp úr landinu en það er skorið af farvegi og gljúfri Jökulsár á Dal. Lítt grónir melar hafa mesta útbreiðslu á svæðinu og ná yfir tæpan helming þess. Á víðernunum norður af Brú- arjökli er einnig að finna einhver stærstu og samfelldustu votlendi á hálendinu. Arnardalur er gróðurvin umgirt blásnum auðnum. Hinn eiginlegi 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.