Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. mynd. Rannsóknarsvæðið á Vesturöræfum og Brúardölum (stærra) og í Arnardal (minna) teiknuð inn á SPOT5-gervitunglamynd frá 2002. Myndflöturinn er 3600 km2. - The study area in northeast lceland shown on a SPOT5 image. (Sigurður H. Magnússon o.fl., óbirt gögn). Að baki vistgerðaflokkun- inni liggja 392 gróðurmælisnið (2 x 200 m) af sjö hálendissvæðum. A hverju sniði hafa verið skráðar há- plöntutegundir og annar gróður, gróðurþekja og ýmsir umhverfis- þættir svo sem halli lands, grýtni o.fl. Við úrvinnslu var beitt fjöl- breytugreiningu, þ.e. flokkun (e. classification) og hnitun (e. ordin- ation). Vistgerðakort hafa verið unnin af þeim svæðum sem rannsökuð hafa verið en á þeim finnast alls 26 vist- gerðir. Það var gert með því að finna samsvörun milli gróðurflokka sem notaðir eru við hefðbundna gróður- kortlagningu og kortlagningu vist- gerða. Einkenni gróðurfélaga á gróð- urkortum, eins og þeim er lýst í gróðurlykli Steindórs Steindórsson- ar,25 voru borin saman við niðurstöð- ur gróðurmælinga og lýsingu vist- gerða. Þannig var hverju gróðurfé- lagi varpað í ákveðna vistgerð eftir gróðursamsetningu og þekju.24 Með þessari aðferð er kortlagning vist- gerða háð því að gróðurkortlagning hafi þegar farið fram á því svæði sem unnið er með en það er bæði kostnaðarsamt og seinlegt ferli. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar að kanna hvort hægt sé að nýta SPOT5-fjar- könnunargögn til að greina og kort- leggja útbreiðslu vistgerða á há- lendi Islands og draga með því úr kostnaði og vinnu við kortlagningu og hins vegar að bera saman vist- gerðagreiningu byggða á fjarkönn- un og vistgerðakort byggt á hefð- bundinni gróðurkortlagningu. RANNSÓKNARSVÆÐI Rannsóknarsvæðið liggur norð- austan Vatnajökuls (1. mynd). SPOT5-mynd (60 x 60 km) sem not- uð er var tekin af svæðinu haustið 2002 og er skýjalaus. Innan mynd- flatarins eru tvö svæði sem hafa mikið verið rannsökuð á undan- förnum árum, annars vegar Vestur- öræfi og Brúardalir og hins vegar Arnardalur á Möðrudalsöræfum. A svæðunum er fjölbreytt landslag og gróðurfar. Sumarið 1999 og 2000 voru gerðar vettvangsrannsóknir þar í tengslum við kortlagningu gróðurs og vistgerða. Miklar grunn- upplýsingar lágu því fyrir um þessi svæði.24,26 Svæðið á Vesturöræfum og Brúardölum er helmingi stærra en svæðið við Arnardal, gróðurfar þar fjölbreyttara og meiri gróður- mælingar höfðu farið þar fram. Því var ákveðið að beina sjónum að Vesturöræfum og Brúardölum í þessari rannsókn en nýta þó einnig mælingar úr Arnardal, einkum til að fá meiri fjölbreytileika milli vist- gerða og innan þeirra á hálendi Islands (1. mynd). Svæðið á Vesturöræfum og Brú- ardölum nær yfir um 350 km2 begg- ja vegna Jökulsár á Dal (1. mynd). Það er um 35 km langt frá norðri til suðurs. Á nyrðri hluta þess eru víð- áttumiklir melar upp af grónum dalbotnum sem liggja í um 500 m y.s. Á syðri hluta svæðisins eru mis- hæðalítil víðerni í um 650 metra hæð þar sem stór og samfelld gróð- urlendi teygja sig allt suður að Brú- arjökli. Kárahnjúkar og Sandfell rísa upp úr landinu en það er skorið af farvegi og gljúfri Jökulsár á Dal. Lítt grónir melar hafa mesta útbreiðslu á svæðinu og ná yfir tæpan helming þess. Á víðernunum norður af Brú- arjökli er einnig að finna einhver stærstu og samfelldustu votlendi á hálendinu. Arnardalur er gróðurvin umgirt blásnum auðnum. Hinn eiginlegi 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.