Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fornrauðviður Arnarbeyki Hvítplatanviður Greni >\W Hjartartré Grátviðarætt Lyngrós Fornumhverfi og samsetning flóru Evrópuvatnafura Álmur Kastanía Arnarlind Magnólía Toppur Botn ------Ketilseyri J L-------Selárdalur--------- 8. mynd. Plöntusamfélög í Selárdal, Botni og við Ketilseyri um miðbik míósentíma fyrir 15-13,5 milljón árum. Líkan byggt á stein- gerðum plöntuleifum; blöðum, aldinum ogfræjum. - Reconstruction ofthe Middle Miocene vegetation ofthe Selárdalur, Botn and Ket- ilseyri based on macrofossils. Selárdal endurspeglar sumar- og sí- græna beykilaufskóga í hálendis- hlíðum þar sem vatn streymdi í gegnum jarðveginn en safnaðist ekki fyrir (8. mynd). Hingað til hafa eingöngu verið borin kennsl á fáein- ar ættkvíslir úr setlögunum í Botni í Súgandafirði. Af þeim eru evrópu- vatnafura og fornrauðviður mest áberandi, en fundist hefur fjöldi stöngla, nála og köngla sem tilheyra þeim. Leifar arnarbeykis eru frekar fágætar þar; þó hafa fundist aldin og fræ, en aðeins örfá blaðbrot. Einnig hafa fundist þar blaðbrot el- ris (Alnus). Samsetning plöntusam- félagsins og setlagagerðir í Botni gefa til kynna að plöntuleifarnar hafi fallið til á staðnum og séu ein- kennandi fyrir gróðurinn sem óx á láglendissvæðinu („autochthon- ous" eða „azonal" samfélag). Evr- ópuvatnafurur og að hluta til forn- rauðviður hafa vaxið á flæðilandi eða í tengslum við einhvers konar vatnakerfi. Evrópuvatnafuran lifði þar sem grunnvatn stóð hátt, m.a. á opnum vatnasvæðum og fenjum, en fornrauðviðurinn var frekar á þurrari svæðum og líklegt að hann hafi haldið til á hæðum og ásum og verið þar í bland við aðrar harðvið- arættkvíslir eins og arnarbeyki. Lík- legt er að þessi láglendisgróður hafi runnið saman við harðviðarskóga þegar ofar dró í landinu og þá líkst meira og meira Selárdalsflórunni (8. mynd). SAMANBURÐURÁ FRJÓGREIN- INGUM OG HANDSÝNUM Frjógreiningar úr setlögum Selár- dals-Botns setlagasyrpunnar (15 milljón ára) sýna hátt hlutfall frjóa er tilheyra fenjakýprusættinni (Taxodiaceae), beyki og lind (3. tafla). Með því að bera saman nið- urstöður frjógreininga og greiningu handsýna má áætla að fornrauðvið- urinn og evrópuvatnafuran, ásamt arnarbeyki og arnarlind, hafi verið mest áberandi tegundirnar í plöntu- samfélögunum í Selárdal og Botni. Frjógreiningar úr yngri setlögum Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrp- unnar (13,5 milljón ára) sýna lægra hlutfall frjóa er tilheyra fenja- kýprusættinni og beykiættkvíslinni og áberandi er að lindifrjó eru mun sjaldgæfari en áður. Frjógreining úr Selárdal leiðir í Ijós hátt hlutfall af furu (Pinus), plöntum af fenjakýprusætt, beyki og lind. Frjókorn elris, birkis, álms og sérstaklega plantna af magnólíu- ætt eru sjaldgæfari. Meðal hand- sýna eru arnarbeyki, arnarlind, kastanía, hjartartré og álmur al- gengust, en mun minna er af hvít- platanviði, magnólíu og greni. Frjó- greiningar frá Botni sýna mun meira af frjóum barrtrjáa, eins og plantna af fenjakýprusætt, grátvið- arætt og vatnafuru. Frjó lauftrjáa til- heyra að mestu beyki og lind; einnig er töluvert af frjóum víðis, el- ris, álms og hlyns. Steingervingar í handsýnum eru að mestu fornrauð- viður, evrópuvatnafura og aldin arnarbeykis; einnig eru þar stein- 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.