Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn endurvarpi vistgerða.9 Þá ber að geta þess að mælisniðin úr Arnar- dal komu nokkuð öðruvísi út í end- urvarpi en mælisnið í sömu vist- gerðum á Vesturöræfum og Brúar- dölum. Það má líklega rekja til ólíkrar jarðvegsgerðar á þessum svæðum en hún getur haft áhrif á endurvarp.16 Staðsetningamákvæmni Grunnvistgerðakortið sem fékkst með stýrðri flokkun var notað til að velja svæði fyrir snið til sartnpróf- unar. I ljós kom að sniðin voru ekki öll einsleit og má líklega rekja það til þess að aðgreining flokka með stýrðri flokkun hafi ekki verið nógu góð. Einnig gæti verið að sú aðferð að velja fyrirfram aðeins upphafs- punkt sniðs en ekki stefnu hafi haft áhrif þar á. Við ákvörðun vistgerða blandaðra sniða á fjarkönnunar- kortunum var því sú vistgerð sem mældist á meirihluta sniðsins látin ráða. Þá skiptir staðsetningarná- kvæmni máli við val myndeininga bæði til flokkunar og sannprófunar. Mælisniðin sem liggja til grundvall- ar flokkuninni voru að meirihluta mæld áður en brenglun í GPS-kerf- inu var hætt árið 2000. Það má því gera ráð fyrir töluverðum skekkjum í staðsetningu sniða sem mæld voru sumarið 1999 og notuð til flokkun- ar. A svæðum með mikinn breyti- leika, eins og raunin er víða á rann- sóknarsvæðinu, getur þetta valdið nokkrum vandkvæðum við val sýnishorna til flokkunar. Við könn- un á nákvæmni SPOT5-myndarinn- ar mældist staðsetningarnákvæmn- in 0-23 metrar en getur verið allt að 50 metrar miðað við þá aðferð sem beitt var við uppréttingu.23 Aðgreining vistgerða Þessi rannsókn leiddi í ljós að ná- kvæmni flokkunar gróðurs með fjarkönnunaraðferðum minnkar ef gróðurflokkum fjölgar. Þessu ber saman við erlendar rannsóknir. Heildarnákvæmni flokkunar Nag- endra og Gadgil15 í sjö flokka hita- beltisgróðurs á Indlandi var 88% Vistgerðir - Habitat types Gróöurfélagakort SPOT5 Eins kortlagt Melavistir 167,6 168 139,8 Melagambravist 4,2 0,1 <0,1 Hélumosavist 29,7 43,9 10,1 Eyravist 3,6 2,7 2,7 Víðimóavist 9,3 6,1 0,1 Gilja- og lyngmóavist 61,1 57,7 25,7 Starmóavist 32,3 26,8 11,6 Mosamóavist 1,4 Víðikjarrvist 0,4 Rekjuvist 1,8 Rekjumóavist 6,1 26,4 2,6 Rústamýravist 3,3 Lágstaraflóavist 16,6 6,6 3,1 Sandmýravist 0,6 Runnamýravist <0,1 Hástaraflóavist 6,1 4,3 1,8 Starungsmýravist 0,3 Annað ógróið 8,6 10,7 Samtals km2 353 353,3 197,5 5. tafla. Samanburður á flatarmáli (km2) og útbreiðslu vistgerða á gróðurfélagakorti og fjarkönnun- arkorti. - Comparíson of the distríbution of habitat types (km2) on the SPOT5 map and map based on traditional vegetation mapping. miðað við vettvangsgögn, en flokk- un Treitz og félaga9 í 19 flokka á skógivöxnum svæðum í Kanada sýndi 29% nákvæmni með sömu að- ferð. En það skiptir einnig máli hvaða aðferðir eru notaðar til flokk- unar og til skilgreiningar þeirra flokka sem á að fá fram. Bent hefur verið á að erfitt gæti reynst að að- greina gróðurflokka sem byggjast einungis á tegundasamsetningu, eins og gert var í þessari rannsókn, þar sem gróðurþekja og jarðvegs- gerð hafi t.d. mikil áhrif á endur- varp.9-16 Flokkarnir sem notaðir eru í verkefninu Nytjalandi36 eru ólíkir þeim flokkum sem notaðir eru í þessari rannsókn að því leyti að gróðurþekja og uppskera skiptir meira máli við aðgreiningu flokka en tegundasamsetning. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda líka til þess að einsleitar vist- gerðir á flatlendi, t.d. melavistir og starmóavist (7. mynd), flokkist betur út frá endurvarpsgildum en vistgerðir með meiri breytileika. Erfitt getur verið að flokka vistgerð- ir með breytilega eða rofna gróður- þekju, eins og gildir um hélumosa- vist og lyngmóavist. Þá getur land sem er í afturför vegna rofs haft teg- undasamsetningu betur gróinnar vistgerðar en heildarþekja gróðurs- ins gefur til kynna og flokkast sem slík út frá TWINSPAN-flokkun. Við þannig aðstæður eru líkur á því að á einhverju stigi geti mismunandi vistgerðir komið fram með svipuð endurvarpsgildi. Þegar kannað var hvaða vistgerð- ir hafa svipuð endurvarpsgildi og blandast saman, kom í ljós að þær höfðu í stórum dráttum sömu eigin- leika hvað varðar gróðurþekju og raka (3. tafla). Þetta kemur heim og saman við niðurstöður Thomas o.fl.10 þar sem villur komu helst fram milli flokka sem voru vistfræðilega líkir og með áþekkt endurvarp. Þannig voru melavistirnar þrjár með líkt endurvarp og aðgreindust vel frá betur grónum vistgerðum. Þá féllu snið í votlendisvistum í yfir 90% tilvika í votlendisflokka (8. mynd). A fjarkönnunarkortinu skiptast votlendisvistgerðir á innan einsleitra heilda gróðurfélagakorts- ins. Líklegt má telja að breytileiki í vatnafari og næringarhlutfalli eigi þar stóran hlut að máli, eins og nið- urstöður Thomas o.fl.10 bentu til. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.