Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
6. mynd. Beitarmerki eftir sauöfé á birkiplöntu á Skeiðarársandi. Rauðu hringirnir sýna
beitarmerkin. - Sign of grazing by sheep on a mountain birch plant on Skeiðarársandur.
The red circles demonstrate the ajfect ofgrazing.
spíruðu á sandinum hafa ekki lifað
af. Birki byrjaði líklega ekki að
nema land á sandinum fyrr en eftir
1980, þegar töluvert var liðið frá því
að jökulhlaupin fóru að renna í
ákveðnum farvegum um sandinn.
Við það varð umhverfið stöðugra
og tíðni röskunar minni. Upphaf
landnáms plantna styður þessa
tilgátu. Elstu plönturnar voru um
miðjan sandinn sem líklega varð
fyrri til að ná stöðugra ástandi en
hin svæðin, þar sem sá hluti
sandsins er bæði fjærst helstu
flóðfarvegum (Gígjukvíslar og
Skeiðarár) og liggur auk þess hærra
en aðrir hlutar hans. Því má gera
ráð fyrir að tíðni röskunar hafi ráðið
meiru um landnám birkis á sand-
inum en framboð öruggra seta,
fræframboð, frægæði og beitarálag.
Landnám birkis á Skeiðarársandi
jókst jafnt og þétt fyrstu 15 árin en
um 1998 varð mikil aukning í land-
náminu á vestasta og austasta
svæðinu. Fáar plöntur fundust á
árunum 1999 til 2004 (8. mynd) og
aðeins ein birkikímplanta fannst í
rannsóknarreitum sumarið 2004.
Þessi litla fjölgun birkisins síðan um
1999 (8. mynd) getur átt sér ýmsar
skýringar. Beit á sandinum hefur
verið stöðug síðan fyrir 1970 (um
180 lambær í sumarhaga; Búnaðar-
samband Suðurlands, munnleg
heimild) og beit því ekki stór
áhrifavaldur. Veðurfar hefur einnig
verið svipað á sandinum öll þessi ár
(Veðurstofa íslands, óbirt gögn).
Fræframleiðsla birkis getur hins
vegar verið mismunandi milli ára
hvað varðar fjölda fræja og
spírunarhæfni þeirra1314 og gæti
skyndilegt hrun í frægæðum og
fjölda fræja útskýrt það. Lítið er til
af upplýsingum um frægæði og
magn fræja frá Skaftafelli eftir 1980,
en vitað er að spírunarhlutfall fræja
þaðan var töluvert gott á árunum
1960 til 1980,18 svo og árið 1994
(Skógrækt ríkisins, munnleg heim-
ild). Heimamenn hafa bent á að lítið
7. mynd. Hlutfall birkiplantnn á Skeiðarársandi sem báru merki beitar flokkað eftir rannsóknarsvæðum. Svæðum er raðað eftir fjarlægð
frá Skaftafelli þaðan sem áætla má að mesta fræregnið komi. A er austasta svæðið, MN mið-norðursvæðið, MS mið-suðursvæðið og V
vestasta svæðið. Á hverju svæði voru skoðaðar um 100 birkiplöntur. - The percentage ofmountain birch showing signs of grazing, by
study site on Skeiðarársandur in 2004. Approx. 100 plants were examined at each site. The order of the study sites is east (A), mid-
north (MN), mid-south (MS) and zvest (V) from left to right, beginning with the site closest to Skaftafell where most of the seedrain
comesfrom.
127