Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hjálmar R. Bárðarson Húsendur- EÐLUN OG UNGAR Húsönd (Bucephala island- ica) er einna stærst íslenskra andategunda, 40-53 cm að lengd, lítið eitt minni en stokkönd. Húsandarsteggurinn er um 1200 g að þyngd og töluvert stærri en kollan, sem vegur um 800 g. A myndinni hér að neðan er húsandapar við ísrönd að vori til (16. maí) á Mývatni (1. mynd). Húsendur eru sennilega að mestu leyti staðfuglar á íslandi en leita e.t.v. eitthvað til Vesturheims á vetrum. Þær dvelja nær eingöngu á ferskvatni, einnig á veturna, lang- mest á Mývatni og Laxá. Varpheimkynni húsanda eru nyrstu hlutar Norður-Ameríku og ísland. Húsöndin er amerísk teg- und að uppruna og verpir hvergi í Evrópu nema á Islandi. Hún hefur sést sem flækingur í Færeyjum og á meginlandi Evrópu. Væntanlega er þar um að ræða flækingsfugla frá Islandi. Stofnstærð húsanda á Is- landi virðist vera nokkuð stöðug, um 800-1300 steggir á undanförn- um árum. Svo til allur stofninn verpir við Mývatn og efri hluta Lax- ár, þar sem hún rennur úr Mývatni. Á þessu svæði verpir húsöndin mest í hraungjótum og holum og í tilbúnum kössum eða í útihúsum og hlöðnum veggjum húsa, enda mun íslenska heiti hennar vera dregið af þessu vali á varpstað. Húsandarsteggur í vorbúningi er glæsilegur fugl (2. mynd). Hann er fremur þéttvaxinn, með sérlega hátt enni og hnakkatopp. Á svörtu höfð- inu er hvítur hálfmánalaga blettur milli nefrótar og augna. 1. mynd. Híisandnpar við ísrönd að vori til við Haganes á Mývatni. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson. Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 137-139, 2007 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.