Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hjálmar R. Bárðarson
Húsendur-
EÐLUN OG UNGAR
Húsönd (Bucephala island-
ica) er einna stærst
íslenskra andategunda,
40-53 cm að lengd, lítið eitt minni
en stokkönd. Húsandarsteggurinn
er um 1200 g að þyngd og töluvert
stærri en kollan, sem vegur um 800
g. A myndinni hér að neðan er
húsandapar við ísrönd að vori til
(16. maí) á Mývatni (1. mynd).
Húsendur eru sennilega að mestu
leyti staðfuglar á íslandi en leita
e.t.v. eitthvað til Vesturheims á
vetrum. Þær dvelja nær eingöngu á
ferskvatni, einnig á veturna, lang-
mest á Mývatni og Laxá.
Varpheimkynni húsanda eru
nyrstu hlutar Norður-Ameríku og
ísland. Húsöndin er amerísk teg-
und að uppruna og verpir hvergi í
Evrópu nema á Islandi. Hún hefur
sést sem flækingur í Færeyjum og á
meginlandi Evrópu. Væntanlega er
þar um að ræða flækingsfugla frá
Islandi. Stofnstærð húsanda á Is-
landi virðist vera nokkuð stöðug,
um 800-1300 steggir á undanförn-
um árum. Svo til allur stofninn
verpir við Mývatn og efri hluta Lax-
ár, þar sem hún rennur úr Mývatni.
Á þessu svæði verpir húsöndin
mest í hraungjótum og holum og í
tilbúnum kössum eða í útihúsum
og hlöðnum veggjum húsa, enda
mun íslenska heiti hennar vera
dregið af þessu vali á varpstað.
Húsandarsteggur í vorbúningi er
glæsilegur fugl (2. mynd). Hann er
fremur þéttvaxinn, með sérlega hátt
enni og hnakkatopp. Á svörtu höfð-
inu er hvítur hálfmánalaga blettur
milli nefrótar og augna.
1. mynd. Híisandnpar við ísrönd að vori til við Haganes á Mývatni. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.
Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 137-139, 2007
137