Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
gagnrýni undirritaðs lýtur að upp-
röðun efnis í bókinni og kaflaskipt-
ingu. Til dæmis má íhuga hvort efni
það sem birtist í 7. kafla hefði ekki
að skaðlausu verið hægt að setja
sem undirkafla annarstaðar, ann-
arsvegar undir sögu Hallormsstað-
ar og hinsvegar í lok 1. kafla á eftir
annarri umfjöllun um Lagarfljót.
Einnig er álitamál hvort kaflinn um
sögu skógræktar hefði ekki átt að
koma í beinu framhaldi af sögu
Hallormsstaðar, þar sem báðir þess-
ir kaflar teygja sig lengra aftur en
kaflinn um sögu skólanna og fjalla á
sinn hátt báðir um búskap og aðra
landnýtingu á Hallormsstað. Þessir
annmarkar eru hins vegar ekki al-
varlegir og mjög vel útfært efnisyf-
irlit í upphafi bókar auðveldar les-
anda að laga lestur sinn að því efni
sem hann hefur mestan áhuga á
sjálfur.
Plöntunafna-, trjánafna-, manna-
nafna-, örnefna-, tilvísana- og heim-
ildaskrár í bókarlok og aðrar upp-
lýsingar, svo sem jarðfræði-, forn-
leifa-, útivistar- og staðháttakort,
auka enn á gildi bókarinnar sem
uppflettirits og fræðibókar. Hún er
því ekki ritverk sem maður les að-
eins einu sinni, heldur bók sem
a.m.k. undirritaður hefur tekið fram
aftur og aftur og flett upp í. Þetta er
bók sem náttúruunnendur ættu
ekki að láta ólesna.
Bjarni Diðrik Sigurðsson
prófessor í skógfræði
LandbúnaðarMskóla íslands
Útsýnifrá Ytra-Sandskeiði til Ormsstaða og Úthéraðsfjalla, úr bókinni Hallonnsstaður í skógum (bls. 213).
Ljósm.: Hjörleifur Guttormsson.
141