Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn sumur eru öðrum lík þegar frjótölur og heildarfrjómagn eins sumars er gert upp. Gróðurfar á hverjum stað hefur áhrif á það hvaða frjókorn eru þar á sveimi. Ef mikið er um plöntur sem nýta sér vindinn við að dreifa frjó- kornum má búast við miklu magni frjókorna meðan á blómgun stend- ur. Hér á landi eru það helst birki og grastegundir sem eru vindfræv- uð og eiga jafnframt stærstan þátt í heildarfrjófallinu á hverjum stað, þó svo að ösp, víðir, túnsúra, starir og tegundir af rósaætt (t.d. reynir) komi einnig nokkuð við sögu. Hér á eftir er ætlunin að gera grasfrjóum sérstök skil (1. mynd). Þau eru allajafna um og yfir helm- ingur allra frjókorna sem mælast á einu sumri hér á landi og einnig er algengast að fólk hafi ofnæmi fyrir grasfrjóum. Það getur því verið mikilvægt þeim einstaklingum sem haldnir eru grasofnæmi að þekkja óvininn. Honum verður seint eða aldrei útrýmt og erfitt getur verið að forðast hann, enda grasfrjó svo smá að þau verða fyrst sýnileg þeg- ar undir smásjá er komið. Sagt verður frá nokkrum aðferð- um við að skilgreina tímabilið sem grasfrjó eru í lofti og í framhaldi af því verður kannað hvort frjótíminn hafi breyst á undanförnum árum. Þá verður gerð grein fyrir því hvenær á sumrinu búast má við há- marki grasfrjóa. Að lokum verður sagt frá nokkrum erlendum tilraun- um sem miða að því að spá fyrir um frjómagn sumarsins sem í hönd fer. En það er væntanlega næsta verk- efni frjómælinga á íslandi, hvort heldur verða daglegar spár eða fyr- ir frjótímann í heild, upphaf hans, lengd og hversu þungbær hann gæti orðið þeim sem haldnir eru of- næmi fyrir grasfrjóum. Aðferðirog gögn Þegar frjómælingar hófust 1988 var fyrst um vorið notuð Hirst-frjó- gildra í eigu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala). Hún var sett Skilgreiningaraðferð - Upphafið - Lokin - Definition method start date finish date A Emberlin o.fl. 2001 fyrsti dagur með 1% heildarfrjómagns slðasti dagurmeðr/o heildarfrjómagns B Nilsson og Persson 1981 þegar 5% frjókorna hafa mælst þegar 5% frjókorna eiga eftir að mælast C Lejoly-Gabriel 1978 þegar 5% frjókorna hafa mælst og þann dag eða þann fyrsta eftir það sem er með frjótölu sem nær 1% heildarfrjómagns síðasti dagur með 1% heildar- frjómagns og næstu 2 dagar á undan þurfa að ná 3% samtals D Þröskuldur — 1% fyrsti dagur með frjótölu sem er 1% af lægsta heildarfrjómagni síðasti dagur með frjótölu sem er 1% af lægsta heildarfrjómagni E Þröskuldur — frjótalan 10 þegar frjótala nær fyrst 10 þegar frjótala nær síðast 10 F Samfella fyrsti dagur þegar grasfrjó fara að mælast dag hvern í a.m.k. vikutíma síðasti dagur fyrir fyrsta 0-dag sem er með minna en viku samfellu frjótalna I kjölfarið I. tafla. Yfirlit yfr mismunandi skilgreiningar á upphafi og lokum fijótíma. - The six different defini- tions of a pollen season. niður á þaki Veðurstofu íslands og höfð þar fram í júnílok þegar hún var flutt á tilraunastöð Rala við Korpu. Burkard-frjógildra kom til landsins í byrjun júní sama ár. Henni var komið fyrir í mælireit Veðurstofunnar í sömu hæð og hitamælum og fleiri veðurathugun- artækjum, þ.e. tveggja metra hæð frá jörðu, og hefur verið höfð þar síðan, frá maíbyrjun til september- loka ár hvert. Grastímabilið hefur verið mælt með sama tæki frá upp- hafi frjómælinga. Fyrsta sumarið urðu grasfrjó ekki stöðug í loftinu fyrr en upp úr 24. júní, eða tíu dög- um eftir að nýja gildran komst í gagnið. Segja má að Burkard-frjógildran eða samsvarandi tæki frá öðrum framleiðendum (t.d. Lanzoni á ftal- íu) sé staðalbúnaður við frjómæl- ingar í Evrópu. Hún dregur inn loft um litla rauf, 2 x 14 mm, í sama magni og maður í kyrrstöðu andar að sér, eða um 10 lítra á mínútu. Innan við raufina er fituborinn strimill sem agnir í loftinu festast á; strimillinn færist fram hjá raufinni um 2 mm á klukkustund. Þannig geymir 48 mm langur strimilsbútur agnir úr andrúmsloftinu, þar á meðal frjókorn, sem safnast hafa fyrir á einum sólarhring. Strimillinn er skoðaður í smásjá með 400- til 500-faldri stækkun. Þar má sjá hvað var í loftinu á hverjum tíma með um einnar klukkustundar ná- kvæmni. Hér er sá háttur hafður á að frjókorn eru talin úr 12 böndum með jöfnu 4 mm millibili á strimlin- um en það jafngildir því að öll frjó- korn í loftinu aðra hverja klukku- stund séu frjógreind. Mælieiningin, frjókornafjöldi í einum rúmmetra á sólarhring, kall- ast frjótala og sólarhringurinn nær frá miðnætti til miðnættis. Þetta þarf að hafa í huga þegar frjótala er borin saman við úrkomumælingar Veðurstofunnar vegna þess að úr- koma er mæld frá klukkan 9 að morgni til 9 næsta dag og látin fylgja seinni deginum. Frjókorn dreifast frekar á daginn en nótt- unni. Þetta er þó ekki einhlítt. Ur- koma sem fellur að degi til og kem- ur í veg fyrir frjódreifingu þann dag fylgir mælingu næsta dags. Ur- komumælingar og frjótala eru því ekki í fasa. Ef til vill væri eðlilegast að bera frjótölu saman við úrkom- una daginn eftir eða hliðra frjótölu til um einn sólarhring. Það væri samt sem áður aðeins nálgun til að leiðrétta vegna þessa misræmis. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.