Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Árlegt heildarfrjómagn (SPI) grasa í Reykjavík 1988-2005 og á Akureyri 1998-2005. - Annual totals of grass pollen in Reykjavík 1988-2005 and Akureyri 1998-2005. eða viku og árlegt frjómagn. í fyrstu var mjög horft til aðhvarfsgreining- ar. Gögn um frjótölur voru borin saman við einstaka veðurfarsþætti, einkum hitastig og úrkomu, eða þroska annarra plöntutegunda, eins og t.d. birkis, og fylgnin skoðuð ef vera kynni að þættirnir hefðu forspárgildi." Einnig voru áhrif margra veðurfarsþátta skoðuð sam- tímis (multiple regression) og líkön búin til.12,13 A síðari árum hefur tauganetum (neural networks), sem eru reiknifræðileg líkön í formi tölvuforrita, verið beitt í auknum mæli og eru Spánverjar þar í farar- broddi.1415 Enn sem komið er hefur lítið farið fyrir líkansmíð byggðri á íslenskum gögnum. Tímaröðin fyrir Akureyri er enn of stutt, aðeins 8 ár, til að bú- ast megi við einhverjum árangri í líkangerð þar, en senn líður að því að Reykjavíkurröðin nái þeim lág- marksárafjölda að hún verði væn- leg til tilrauna í líkansmíð, með frjó- tíma komandi sumra í huga. SAMANTEKT Á HELSTU NIÐURSTÖÐUM Það kemur á óvart hversu lík frjó- tímabil grasa eru í landshlutunum tveimur, Reykjavík og Akureyri, því oftast vorar fyrr á suðvestur- horninu og þess vegna hefði mátt búast við einhverjum mun á þess- um tveimur stöðum. Þegar skil- greiningar Emberlin o.fl.3 og Lejoly- Gabriel6 eru notaðar reynist tímabil- ið heldur styttra á Akureyri en í Reykjavík, enda hefst það um viku seinna fyrir norðan, 15. júlí, en lýk- ur aðeins þremur dögum seinna. Hinar skilgreiningarnar (B, D, E og F) gefa allar heldur lengri frjótíma á Akureyri og þar nær hann alltaf fram í september. I Reykjavík lýkur honum í lok ágúst, nema þegar samfelluskilgreiningin er viðhöfð; þá byrjar frjótíminn degi fyrr fyrir norðan, 7. júní, og endar fimm dög- um síðar, 23. september. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður á mæli- stað, annars vegar úti á miðju túni en hins vegar uppi á steyptu hús- þaki hátt yfir jörðu, er fjöldi gras- frjóa yfir sumarið áþekkur þau átta sumur sem mælt hefur verið sam- tímis á báðum stöðum. Fjögur sum- ur hefur heildarfjöldi grasfrjóa orð- ið hærri fyrir norðan og fjórum sinnum varð hann hærri fyrir sunn- an. Meðalfjöldi grasfrjóa á Akureyri er 1660 frjó m'3 og í Reykjavík á sama tímabili 1652 frjó m Búast má við hámarki grasfrjóa nokkru fyrr fyrir sunnan, eða oftast í lok júlí eða byrjun ágúst, en í ágúst á Akureyri og oftar en ekki í síðari hluta mánaðarins. Þann tíma sem hægt er að bera saman mælingar er hámarksfrjótalan mjög áþekk á báð- um stöðum, í Reykjavík á bilinu 87-347 en á Akureyri 76-341. Á fyrsta ári mælinganna í Reykjavík fór frjótalan upp í 819 og 1991 fór hún í 527. Síðustu átta ár hefur heildarfrjó- magn grasa farið heldur vaxandi á báðum stöðum. Ekki er ólíklegt að þar komi fram áhrif hlýnandi veð- urfars16 á vaxtartíma og þroska gróðurs hér á landi. Vaxtartíminn lengist og gróðurinn verður grósku- meiri þegar lofthiti hækkar hér á norðurslóðum. Undanfarin ár hafa frjómælingar því farið í gang um tveimur vikum fyrr en áður var talið nauðsynlegt, eða þegar um miðjan apríl. Jafnframt safnast gögn í sarpinn með hverju árinu sem líð- ur og senn kemur að því að þau verði næg til nánari athugunar á sambandi veðurfars og frjómagns. SUMMARY Pollen monitoring started in Reykjavik, the capital of Iceland, in 1988, and in 1998 a new aerobiology station was establis- hed in Akureyri, in the northem part of the country. Poaceae is the most abund- ant pollen type in the air of the island. An evaluation of the characteristics and trends in the grass pollen season at the two places mentioned above is the sub- ject of this study. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.