Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn
Umræður
Birki getur komið snemma inn í
framvindu á gróðursnauðum
svæðum á íslandi911 og var sú
raunin á Skeiðarársandi. Nýliðun
birkisins virtist samt vera að mestu
leyti háð utanaðkomandi fræregni.
Lítið fannst af birkiplöntum í blóma
og þær sem fundust voru allar
nema tvær með færri en sex rekla.
Líklegt er að lítill hluti birki-
stofnsins á Skeiðarársandi hafi náð
lágmarksstærð eða aldri til að blóm-
gast (5. mynd).11'17 Því má gera ráð
fyrir því að plöntur á sandinum séu
allar af fyrstu kynslóð landnema.
Aldur birkiplantna sem fundust á
rannsóknarsvæðunum á Skeiðarár-
sandi bendir til þess að landnám
birkis hafi byrjað þar um og upp úr
1980, þá um miðbik sandsins en
nokkru seinna á austari og vestari
svæðunum (8. mynd). Þar sem
aldur birkiplantna var að mestu
leyti metinn út frá þvermáli stofns
má gera ráð fyrir um ±2 ára skekkju
í aldursgreiningargögnunum. En
hvers vegna hófst landnám birkis
ekki fyrr? Gögn um fræ frá Skafta-
felli benda ekki til þess að skortur
hafi verið á fjölda spírunarhæfra
fræja sem borist gátu á sandinn
fyrir 1980“ og því ólíklegt að mis-
munur í fræframleiðslu útskýri
hvers vegna landnám birkis hófst
ekki fyrr. Fræ hafa líklega borist inn
á svæðið en einhverjir aðrir þættir
hindrað landnám birkisins. Ef
fræframboð ræður mestu um land-
námið hefði mátt búast við fallanda
í landnámi og fjölda plantna frá
fræuppsprettu, þ.e. að mestur
þéttleiki og elstu trén væru austast
á sandinum næst Skaftafelli. Ekki er
þó hægt að útiloka að eldra birki
nær Skeiðará hafi þurrkast út í
jökulhlaupum.
Beit er annar þáttur sem getur
haft áhrif á landnám og vöxt birkis.
Þótt ekki væri marktækt samband
milli ummerkja beitar og hæðar,
eða þéttleika birkis, voru vísbend-
ingar í gögnunum um að beit hafi
hamlandi áhrif á vöxt og nýliðun
birkis. Ef miðsvæðin tvö, sem eru
rétt hjá hvort öðru, eru skoðuð sést
að þrátt fyrir svipaða aldursdreif-
ingu og hæð var mikill munur á
þéttleika birkis og beitarálagi milli
svæða. Á nyrðra svæðinu, þar sem
beitarálagið var töluvert minna en á
syðra svæðinu, (7. mynd) var
þéttleiki birkis þrettán sinnum
meiri (3. mynd). Þetta er í samræmi
við rannsóknir sem sýna að beit
hægir á nýliðun birkis þar sem
dýrin leita helst í ungar plöntur og
nýja sprota.6 Þó svo að beit kunni að
hafa hamlandi áhrif á nýliðun og
vöxt birkisins er ólíklegt að hún hafi
haft mikil áhrif á það hvenær land-
4. mynd. Birki á SkeiÖarársandi var oftast
lágvaxið. - The mountain birch plants on
Skciðarársandur were generally low in
stature.
námið hófst þar sem fjöldi sauðfjár
hefur verið stöðugur á sandinum
a.m.k. seinustu 30 ár (Búnaðarsam-
band Suðurlands, munnleg heim-
ild).
Þar til jökullinn hopaði fyrir aftan
jökulgarða sína um miðja 20. öldina
flæddu jökulhlaup yfir rann-
sóknarsvæðin. Rask vegna þessa
hefur verið mikið og gert það að
verkum að birkikímplöntur sem
25
E20
u
o 15
&
£
« 10
<o
0)
MN
MS
V
5. rnynd. Hæð birkis á rannsóknarsvæðunum fjórum á Skeiðarársandi sumarið 2004. Súlurnar sýna meðaltöl og lóðréttu strikin
staðalskekkju meðaltalsins. Svæðum er raðað eftir fjarlægð frá Skaftafelli þaðan sem áætla má að mesta fræregnið komi. A er austasta
svæðið, MN mið-norðursvæðið, MS mið-suðursvæðið og V vestasta svæðið. - Mean height ofmountain birch ±SE at four study sites
on Skeiðarársandu in 2004. The order of the study sites is east (A), mid-north (MN), mid-south (MS) and west (V) from left to right,
beginning with the site closest to Skaftafell where most ofthe seedrain comesfrom.
126