Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn 90 80 70 60 E :s 50 g 1 40 H. 30 20 10 0 4. Frjótími grasa sýndur sem mislöng lárétt strik á súluriti sem sýnir frjótölur meðalárs 8 ára mælinga á Akureyri. Bókstafir A-F vísa til skilgreininga á frjótíma, sbr. 1. töflu. - The grass pollen season is shown as a thick line on a histogram of pollen counts over the grozving season based on 8 years ofpollen monitoring in Akureyri, A-F refers to the different definitions, see Table 1. Skilgreining á frjótíma ....... A Emberlin ........ B Nilsson og Persson ■ ..■— C Lejoly-Gabriel D Þröskuldur- 1% ■ E Þröskuldur-frjótala 10 — F Samfella ll. I I I I f I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I 1 I I 1 I I I -.iTErsörnrnTiT l.jún 15.jún .,llillinii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimutimy Akureyri 1998-2005 ^ AM06 l.júl 15. júl l.ág 15. ág 1. sept 15. sept Fyrsta sumarið sem mælt var í Reykjavík kom stærsti toppurinn, 819, um miðjan ágúst, en sá lægsti, 42, mældist 12. júlí 1995. Það ár var jafnframt lélegasta grasárið (780 frjó m ■3ár1) í Reykjavík frá upphafi. Fylgni árlegs frjófalls við hámarksfrjótölu grasa er mikil í Reykjavík, R2 = 0,89 (p = 0,002). Hámarkið er að jafnaði um 12% allra grasfrjóa það árið en getur spannað frá 5 og upp í 20%. Á Akureyri ná grasfrjó hámarki heldur seinna en fyrir sunnan. Þar er algengast að frjókorn séu flest síðari hluta ágúst. Einu sinni hafa frjókorn náð hámarki í lok júlí en það var 26. júlí 2004. Lægsta há- mark mældist 2001 þegar 76 gras- frjó voru í rúmmetra lofts 23. ágúst. Það sumar var jafnframt lélegasta grasfrjóár á Akureyri, en hæst varð frjótala grasa tveimur árum síðar, eða 4. ágúst 2003 þegar hún náði 341, og það sumar var mesta gras- frjósumar á Akureyri til þessa með tæplega 2500 grasfrjó (3. tafla). Há- marksfrjótala er að jafnaði um 13% af öllum grasfrjóum það ár en fylgni milli árlegs frjófalls grasa og há- marksfrjótölu er ekki marktæk á Akureyri. Frjókorn og árferði Sífellt fleiri eru með frjóofnæmi og hafa menn m.a. reynt að kanna hvort það megi skýra með vaxandi fjölda frjókorna þeirra tegunda sem þekktar eru sem skæðir ofnæmis- valdar, eins og t.d. grasfrjóa. í Vest- ur-Evrópu hefur þó komið í Ijós að heildarfrjómagn frá grösum hefur ekki farið vaxandi þó svo frjókorn- um frá öðrum tegundum eins og birki, eik og netlu hafi fjölgað víða á 20-33 ára tímabili fram til ársins 2001.10 I Reykjavík (5. mynd) kemur í ljós að frjókornum fækkar að jafnaði á þessu 18 ára tímabili. Sé hins vegar fyrsta árinu sleppt (þ.e. 1988, sem virðist afbrigðilega hátt, eða með um tvöfalt fleiri grasfrjó en árið 1990, sem kemst næst í frjómagni) þá má sjá lítilsháttar aukningu, eða um 7 frjókorn á ári sem samsvarar 0,4% af meðalfrjómagninu í 17 ár, en reyndist ekki marktæk. Séu hins vegar síðustu 14 árin skoðuð, þ.e. tímabilið 1992-2005, má greina aukningu sem nemur um 75 frjó- kornum á ári, sem er um 5%, og reyndist sú breyting marktæk (R2 = 0,38 og p = 0,018). Þau átta ár sem frjómælingar á Akureyri hafa verið stundaðar gefa til kynna svipaða tilhneigingu, þ.e. grasfrjóum fjölgar heldur þegar litið er á tímabilið sem heild (5. mynd). Þetta er þó ekki marktækt, enda tímaröðin stutt og árin fá sem mælt hefur verið fyrir norðan. Mesta grasfrjósumar á Akureyri til þessa var eins og áður hefur komið fram árið 2003, þegar tæplega 2500 gras- frjó mældust, en fæst urðu þau sumarið 2001, innan við 1000, og sveiflur geta verið þó nokkrar frá ári til árs eins og fram kemur á 5. mynd. Er hægt að spá fyrir UM GRASTÍMANN? í Evrópu hafa menn reynt ýmsar aðferðir til að segja fyrir um upphaf frjótímans, frjótölur fyrir næsta dag 112 Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.