Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn
4. mynd. Lítill og handhægur porroprismasjónauki, Steiner Predator 8x30.
Val á sjónauka
Ljósstyrkur
Handsjónaukar eru af ýmsum
stærðum og gerðum. Við val á sjón-
auka ætti að hafa hugfast til hvers
verðandi eigandi hyggst nota grip-
irtn. Sami kíkir hentar til dæmis alls
ekki til glöggvunar á tjáningu leik-
ara á sviði og til að fylgjast með fugl-
um eða öðrum dýrum úti í náttúr-
unni, og enn aðrar kröfur þarf að
gera til skipssjónauka. Það skiptir
máli hvort nota á kíkinn aðeins í
góðri dagsbirtu eða um nætur, hvort
tækið þarf að þola hnjask ellegar
ágjöf og jafnvel að lenda í sjó eða
vatni, og hvort notandinn hyggst
halda kíkinum í höndum sér eða
skorða á þrífót eða annan festibún-
að. Menn sem háðir eru gleraugum,
til dæmis vegna sjónskekkju, ættu
að velja sjónauka með augnglerjum
sem gera þeim kleift að greina allt
sjónsviðið án þess að taka af sér
gleraugun. Slíkum augnglerjum
þarf að halda um 15-20 mm frá aug-
anu og á þeim eru mátulega löng
gúmskyggni til að halda þessu bili
ef notandinn er ekki með gleraugu;
annars eru skyggnin dregin aftur
svo gleraugun nema við augnglerin.
Það fyrsta sem blasir við þegar
kíkir er skoðaður eru yfirleitt tvær
tölur með margföldunarmerki á
milli, svo sem 7x50, 8x30 eða 12x42.
Fyrri talan gefur til kynna línulega
stækkun í sjónaukanum, hvort
myndin í honum er til dæmis sjö,
átta eða tólf sinnum lengri (og
hærri) en hún birtist berum augum.
Seinni talan sýnir þvermálið á Ijósopi
hlutglersins, mælt í millímetrum, og
þar með hve bjartri mynd það varp-
ar inn í augnglerið.
Nú mætti ætla að myndin í sjón-
aukanum væri þeim mun bjartari
sem ljósop hlutglersins er stærra, að
betra væri að horfa í 8x56 kíki en
5. mynd. Porroprismasjónauki, Bushncll
7x50 skipsktkir með aðgreindri skerpustiU-
ingu á hægra og vinstra auga, vatnsþéttur
og flýtur á vatni.
8x20. Það er þó engan veginn alltaf
rétt. Út úr augngleri sjónaukans
fellur ljósið úr hlutglerinu á ljósop
eða sjáaldur athugandans sem
kringlóttur geisli eða ljósvöndur.
Þvermál þessa ljósvandar, útgangs-
Ijósopið, er ljósop hlutglersins deilt
með stækkun sjónaukans.
Lítum á 7x50 kíki, sem er fremur
þungur og fyrirferðarmikill. Þar er
Ijósop hlutglersins 50 mm og stækk-
unin 7, sem þýðir að geislinn frá
kíkinum sem á sjáaldur augans fell-
ur er 50/7, eða rúmlega 7 mm. Þetta
er nokkurn veginn hámarksþver-
mál ljósops eða sjáaldurs manns-
augans og ljósstyrkur kíkisins nýtist
þess vegna aðeins til fulls þegar
dimmt er.
Horfið á ljósopið í auga náungans
í mismikilli birtu. í björtu ljósi úti
eða inni er það ekki nema 2-3 millí-
metrar að þvermáli. Ef útgangsljós-
op sjónaukans er stærra nýtist að-
eins sá hluti þess sem lendir innan
ljósops augans. Hérlendis er bjart
allan sólarhringinn yfir sumarið og
þá greinir enginn náttúruskoðari
muninn á birtunni úr 7x50 kíki (út-
gangsljósop 50/7 = 7,14 mm) og úr
til dæmis 8x30 kíki (útgangsljósop
3,75 mm) eða 10x40 (4 mm). Hinir
síðarnefndu eru hins vegar fyrir-
ferðarminni og léttari og - ef miðað
er við tæki af sambærilegum gæð-
um - oft ódýrari.
í mikilli birtu nýtist mikil stækk-
un vel þar eð greiningarhæfnin eða
skerpan eykst með henni, eins og
síðar verður vikið að. En í lítilli
birtu, svo sem í náttmyrkri, setur
útgangsljósopið takmörk birtunni
sem nýtist auganu. 1 rökkri togast
þessir kostir á. Þar fara menn bil
beggja og miða skerpu myndar í
sjónauka við rökkurstuðul („twi-
light factor" á ensku, „Dámmer-
ungsfaktor" á þýsku), sem fæst sem
kvaðratrótin af margfeldi stækkun-
ar og ljósops hlutglersins. Sam-
kvæmt því nýtist 10x40 kíkir (rökk-
urstuðull 20) betur við slíkar að-
stæður en 7x35 (með rökkurstuðul
15,4). Hér kemur þó fleira til er
varðar heildargæði kíkisins.
132
J