Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 52
Ná ttú ru f ræðingurinn samanstandi af göngum og sillum (tímabil VII og IV; 4. og 5. mynd). Óregluna má rekja til mismikillar þróunar kvikunnar áður en hún nær til yfirborðs. Kvikan stöðvast á mismunandi dýpi í göngum og sill- um og þróast mismikið og mishratt eftir hitamismuni hennar og grann- bergsins sem hún dvelst í. Eins má ætla að mislangan tíma þurfi til að kólnun og kristöllun, sem veldur útleysingu rúmmálsfrekra gasteg- unda, myndi nægan þrýsting til þess að yfirvinna farg ofanáliggj- andi bergs svo að gos hefjist. Því verður óregla í efnasamsetningu gosefna með tíma einkennandi á þessum tímabilum. Þau tvö tímabil þar sem þessi hegðun er ríkjandi eru fremur stutt, eða 650-700 ár. Þetta má túlka þannig að á 600-700 árum hafi nægi- legur varmi borist með kviku upp í skorpuna til þess að bræða hana og mynda þar kvikuhólf. Eins er at- hyglisvert að undir lok þessara tíma- bila myndast fleiri gjóskulög sem sýna áhrif skorpumengunar (eru súrari), auk þess sem súr gjóskulög eru algeng á þessum tímabilum eða í byrjun fylgjandi tímabila.18'23 Regluleg aukning k2o MEÐ TÍMA Þegar regluleg aukning K20 með tíma einkennir tímabilin er líklegt að kvika hafi stöðvast og þróast í grunnstæðu kvikuhólfi sem mynd- ast hefur í gosrásinni, sbr. tímabil VI, III og II (4. og 5. mynd). Móður- kvikan sem fyllt hefur kvikuhólfið í byrjun tekur að þróast þegar kristöllun og aðskilnaður kristalla frá vökva hefst, en það leiðir af sér hækkandi K20-gildi með tíma í af- gangsbráðinni (vegna kvikusæk- inna eiginleika kalíums). Tímabil III einkennist af mjög reglulegri aukningu K20 frá 0,68 wt%, sem er næstlægsti kalíumstyrk- ur Kötlugjósku síðastliðinna 8400 ára. Þessi Iág-K20 kvika hefur líkleg- ast fyllt kvikuhólf fyrir -3700 árum og afleiddar kvikur hafa myndast úr hertni í um 1700 ár (4. mynd). Á tíma- bilinu hækkar K20-gildið úr 0,68 í 0,94 wt%, sem samsvarar því að um 30% af upphaflegu rúmmáli kvik- unnar hafi kristallast, ef gert er ráð fyrir einni kvikuinnspýtingu fyrir um 3700 árum. Allt eins er mögulegt að nokkrar fremur frumstæðar kvikuinnspýtingar hafi átt sér stað á tímabilinu, en til að halda stöðugri aukningu K20 hljóta innspýtingam- ar að hafa verið mun minni að rúm- máli en það sem út úr kvikuhólfinu fór. Líta má á tímabil II sem framhald af tímabili III eftir hressilega innspýt- ingu frumstæðrar kviku fyrir um 1800 árum, en eftir hana hefur þróun kvikunnar haldið áfram á sama hátt í 800 ár til viðbótar. Enn er ekki ljóst hvers vegna kvikuhólf verða óvirk. Hugsanlega geta stórar og mjög öflugar innspýt- ingar af frumstæðri kviku „hreins- að" gosrásir og tæmt kvikuhólf, sem þá féllu saman vegna utanaðliggj- andi bergþrýstings. í tilfelli Kötlu fellur breyting frá tímabili II yfir í I (regluleg aukning K20 yfir í stöðugt gildi) saman við Eldgjárelda en þeir virðast hafa stöðvað þá virkni kviku- hólfsins sem einkertnir tímabil III og II. Kvikan sem kom upp í Eldgjár- eldum ber þess ekki merki að hafa þróast í grunnstæðu kvikuhólfi og virðist eiga sér dýpri rætur, svo sem mjög lágur styrkur K20 bendir til. SAGAN ENDURTEKURSIG Á þeim -8400 árum sem gjóskulög- in ná yfir er sama þróunarmynstrið tvítekið. Hvort þróunarmynstur um sig endurspeglar breytingar að- færslukerfisins frá einfaldri en lan- gri gosrás að kerfi ganga og sillna sem loks endar með myndun grunnstæðs kvikuhólfs. Þessi þróun sést í tímabilum VIII til VI og hún endurtekur sig í gegnum tímabil V til III og II (4. mynd). Ljóst er að breytingar urðu á aðfærslukerfi Kötlu við Eldgjárelda (934-940 e.Kr.) á mörkum tímabila II og I auk þess sem aldur Hólmsárelda (-7700 ára), annars þekkts sprungugoss á Kötlukerfinu, virðist marka skiptin milli tímabils VIII og VII (4. mynd).22 Þekkt nútímahraun frá Kötlukerfinu eru í það minnsta átta og hugsanlega tengjast þau skipt- unum milli hinna átta þróunartíma- bila sem gjóska kerfisins hefur leitt í ljós.19 Þar sem aldur þessara hrauna er ekki enn þekktur er hvorki hægt að sanna né afsanna þá hugmynd. GOSTÍÐNI OG LÖGUN AÐFÆRSLUKERFISINS Gostíðni innan hvers tímabils virðist háð hegðun aðfærslukerfis kvik- unnar á hverjum tíma. Þegar kerfi ganga og sillna tekur við af einföldu aðfærslukerfi eykst gostíðnin en fellur svo á ný þegar kvikuhólf hef- ur myndast (6. mynd). Þetta má lík- lega tengja hraða kvikuþróunar sem stjórnast fyrst og fremst af hitastigi kvikunnar og þess umhverfis sem hún kemur inn í. Ljóst er að til að byggja upp nægilegan þrýsting í djúpstæðri „kvikuuppsprettu", svo yfirvinna megi þrýsting ofanáliggj- andi bergs og koma gosi af stað, þarf hlutfallslega langan tíma. Því er gos- tíðni lág á þeim tímabilum sem ein- kennast af einföldu aðfærslukerfi. Undantekning frá þessu er tímabil VIII, sem má þó útskýra með hárri gostíðni á Islandi öllu í kjölfar þrýst- ingsfalls sem varð er ísaldarjökull- inn hopaði hratt í lok ísaldar.td 24 Við myndun ganga og sillna í að- færslukerfinu kólnar kvikan hraðar vegna stærri kæliflatar milli kviku og grannbergs. Þetta veldur hraðari kristöllun og uppsöfnun kvikugasa sem leiðir af sér að þrýstingur í kvik- unni vex hraðar en áður og gos verða tíðari. Kæliflöturinn minnkar aftur þegar kvikuhólf hefur myndast og meiri tíma þarf til að byggja upp nægilegan þrýsting til að koma gosi af stað, sem veldur lægri gostíðni. Gostíðni á sögulegum tíma (tíma- bil I) er lág miðað við undanfarandi tímabil.21 Þetta gæti bent til þess að Katla sé að róast og gos frá henni séu að verða sjaldgæfari en fyrr á tímum, en sé litið til hegðunar 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.