Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Votlendisvistgerðir (rekjumóavist, lágstaraflóavist og hástaraflóavist) á Vestur- öræfum. í heildina greindist votlendi vel frá öðru landi við fjarkönnun en sundurgrein- ing þess var ekki nákvæm. - Wetland habitat types were identified with good accuracy although detailed separation of different habitat types ivas inaccurate. Ljósm./photo: Borgþór Magnússon (ágúst 2004). lyngmóavist falla í hélumosavist. Þá flokkast um helmingur sniða hélu- mosavistar sem melavistir á gróður- félagakortinu. Það bendir til þess að nemar gervitunglsins nemi endur- varp frá gróðri á svæðum sem virð- ast gróðurlaus á loftmyndum eða eru með það litla gróðurþekju að þau eru flokkuð sem melavistir á vettvangi. Bent hefur verið á að gervitungla- gögn séu oft vanmetin í samanburði við hefðbundna gróðurkortlagn- ingu og talin ónákvæmari.16 Rann- sókn okkar sýnir að flokkun með SPOT5-gervitunglinu gefur góða yfirsýn og hún stendur hefðbund- inni gróðurkortlagningu ekki að baki hvað nákvæmni varðar. Við samanburð á útbreiðslu vist- gerða á fjarkönnunarkorti og gróðurfélagakorti (5. tafla) kom í Ijós að mikill munur var á út- breiðslu þriggja vistgerða, þ.e. rekjumóavistar, lágstaraflóavistar og hélumosavistar. Nákvæmni fjar- könnunarkortsins mældist mun meiri miðað við vettvangsgögnin, bæði fyrir hélumosavist og rekju- móavist (3. tafla). Snið rekjumóa- vistar féllu í 86% tilvika í rétta vist- gerð á fjarkönnunarkorti en einung- is 29% tilvika á gróðurfélagakortinu (4. tafla). Þessar niðurstöður benda til þess að ekki sé nógu gott sam- ræmi milli þeirra gróðurfélaga sem mynda vistgerðina á gróðurfélaga- kortinu og vistgerðaflokkunar sem grundvallast á tölfræðilegri flokkun gróðurgagna. Vatnafarsgögn og upplýsingar um halla lands komu að góðum notum við flokkun tiltekinna vistgerða. í þessari rannsókn sköruðust endur- varpsgildi rekjumóavistar og gilja- móavistar, en eins og Franklin o.fl.17 komust að við flokkun gróðurs í fjalllendi í Kanada var með hjálp hæðarlíkans hægt að aðgreina þær að nokkru leyti og bæta flokkunina. LOKAORÐ Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort SPOT5-fjarkönnun- argögn gætu nýst við kortlagningu vistgerða á hálendi Islands. Heildar- nákvæmni flokkunar SPOT5-mynd- ar í þessari rannsókn reyndist meiri en korts sem byggist á hefðbundinni gróðurkortlagningu. Niðurstöðurn- ar benda til að með því að beita sjálf- virkri flokkun í þessu skyni fáist góð samsvörun við meginvistgerða- flokka með tilliti til gróðurþekju og raka. Full sundurgreining skyldra vistgerða eftir tegundasamsetningu er hins vegar annmörkum háð. Það er mat okkar að vistgerðakort byggt á fjarkönnun nýtist vel sem grunnur fyrir áframhaldandi kortlagningu og aðrar rannsóknir. Ólíklegt er að hægt verði að yfir- færa endurvarpsgildi einstakra vist- gerða í þessari rannsókn yfir á gervitunglamyndir af öðrum svæð- um, teknum á öðrum tíma árs og við aðrar aðstæður. Hvert svæði þarf því að skoða sérstaklega við flokkun en líklegt er að á einsleitari svæðum en hér var fengist við væri hægt að flokka land með mun meiri nákvæmni. Nýr tæknibúnaðar til vinnslu gervitunglagagna og þekking á helstu aðferðum við nýtingu þeirra til að túlka og flokka gróður- og landgerðir er góð viðbót við þær hefðbundnu aðferðir sem fyrir eru. Það er niðurstaða okkar að fjar- könnun geti tvímælalaust komið að gagni við kortlagningu vistgerða á landinu, flýtt þeirri vinnu og dregið úr kostnaði við hana. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.