Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 14
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Votlendisvistgerðir (rekjumóavist, lágstaraflóavist og hástaraflóavist) á Vestur- öræfum. í heildina greindist votlendi vel frá öðru landi við fjarkönnun en sundurgrein- ing þess var ekki nákvæm. - Wetland habitat types were identified with good accuracy although detailed separation of different habitat types ivas inaccurate. Ljósm./photo: Borgþór Magnússon (ágúst 2004). lyngmóavist falla í hélumosavist. Þá flokkast um helmingur sniða hélu- mosavistar sem melavistir á gróður- félagakortinu. Það bendir til þess að nemar gervitunglsins nemi endur- varp frá gróðri á svæðum sem virð- ast gróðurlaus á loftmyndum eða eru með það litla gróðurþekju að þau eru flokkuð sem melavistir á vettvangi. Bent hefur verið á að gervitungla- gögn séu oft vanmetin í samanburði við hefðbundna gróðurkortlagn- ingu og talin ónákvæmari.16 Rann- sókn okkar sýnir að flokkun með SPOT5-gervitunglinu gefur góða yfirsýn og hún stendur hefðbund- inni gróðurkortlagningu ekki að baki hvað nákvæmni varðar. Við samanburð á útbreiðslu vist- gerða á fjarkönnunarkorti og gróðurfélagakorti (5. tafla) kom í Ijós að mikill munur var á út- breiðslu þriggja vistgerða, þ.e. rekjumóavistar, lágstaraflóavistar og hélumosavistar. Nákvæmni fjar- könnunarkortsins mældist mun meiri miðað við vettvangsgögnin, bæði fyrir hélumosavist og rekju- móavist (3. tafla). Snið rekjumóa- vistar féllu í 86% tilvika í rétta vist- gerð á fjarkönnunarkorti en einung- is 29% tilvika á gróðurfélagakortinu (4. tafla). Þessar niðurstöður benda til þess að ekki sé nógu gott sam- ræmi milli þeirra gróðurfélaga sem mynda vistgerðina á gróðurfélaga- kortinu og vistgerðaflokkunar sem grundvallast á tölfræðilegri flokkun gróðurgagna. Vatnafarsgögn og upplýsingar um halla lands komu að góðum notum við flokkun tiltekinna vistgerða. í þessari rannsókn sköruðust endur- varpsgildi rekjumóavistar og gilja- móavistar, en eins og Franklin o.fl.17 komust að við flokkun gróðurs í fjalllendi í Kanada var með hjálp hæðarlíkans hægt að aðgreina þær að nokkru leyti og bæta flokkunina. LOKAORÐ Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort SPOT5-fjarkönnun- argögn gætu nýst við kortlagningu vistgerða á hálendi Islands. Heildar- nákvæmni flokkunar SPOT5-mynd- ar í þessari rannsókn reyndist meiri en korts sem byggist á hefðbundinni gróðurkortlagningu. Niðurstöðurn- ar benda til að með því að beita sjálf- virkri flokkun í þessu skyni fáist góð samsvörun við meginvistgerða- flokka með tilliti til gróðurþekju og raka. Full sundurgreining skyldra vistgerða eftir tegundasamsetningu er hins vegar annmörkum háð. Það er mat okkar að vistgerðakort byggt á fjarkönnun nýtist vel sem grunnur fyrir áframhaldandi kortlagningu og aðrar rannsóknir. Ólíklegt er að hægt verði að yfir- færa endurvarpsgildi einstakra vist- gerða í þessari rannsókn yfir á gervitunglamyndir af öðrum svæð- um, teknum á öðrum tíma árs og við aðrar aðstæður. Hvert svæði þarf því að skoða sérstaklega við flokkun en líklegt er að á einsleitari svæðum en hér var fengist við væri hægt að flokka land með mun meiri nákvæmni. Nýr tæknibúnaðar til vinnslu gervitunglagagna og þekking á helstu aðferðum við nýtingu þeirra til að túlka og flokka gróður- og landgerðir er góð viðbót við þær hefðbundnu aðferðir sem fyrir eru. Það er niðurstaða okkar að fjar- könnun geti tvímælalaust komið að gagni við kortlagningu vistgerða á landinu, flýtt þeirri vinnu og dregið úr kostnaði við hana. 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.