Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Æskilegra væri að skilgreina frjó-
tölu sérstaklega með tilliti til úr-
komumælinga þegar skoða á sam-
band frjótölu og úrkomu. Seinni
kosturinn myndi á hinn bóginn
setja hitamælingu og sólskinsmæl-
ingu úr takti við frjótöluna. Þrauta-
lendingin væri því líklega sú að
hafa í gangi tvær frjótölur. Sú opin-
bera fylgdi sólarhringnum en hin
yrði einvörðungu notuð í rannsókn-
arskyni í tengslum við úrkomu-
mælingar.
Á Akureyri hófust mælingar vor-
ið 1998. Þar eru aðstæður á mæli-
stað með nokkuð öðrum hætti en í
Reykjavík. Frjógildran er uppi á
húsþaki í miðbænum, umkringd
steinsteypu og malbiki (2. mynd).
Þak hússins er í um 21 m hæð yfir
jörðu og er frjógildran nálægt brún
þaksins að austanverðu, en að vest-
anverðu er þakið hins vegar í 3-4 m
hæð frá götunni (Gilsbakkavegi).
TÍMABIL GRASFRjÓA
Til eru ýmsar skilgreiningar á því
hvenær tími grasfrjókorna hefst og
hvenær honum lýkur (1. tafla). Eng-
lendingar3 nota fyrsta dag þar sem
frjótala nær 1% af árlegu frjófalli
sem upphafsdag tímabils, að því
gefnu að ekki komi fleiri en sex dag-
ar í röð á eftir án frjókorna, svokall-
aðir núlldagar (skilgreining A í 1.
töflu). Þessi skilgreining felur í sér
að ekkert verður sagt um frjótímann
fyrr en honum er lokið því fyrr höf-
um við ekki heildarfrjófallið það ár.
Sama er að segja um skilgreiningu
Nilsson og Persson4 frá 1981 (skil-
greining B 1. töflu). Engu er hægt að
slá föstu um það hvenær tímabilið
stóð yfir fyrr en því er lokið eða frjó-
mælingum hætt, þar sem þeir segja
upphafið markast af því þegar 5%
frjókorna hafa mælst og lokin eru á
hliðstæðan hátt skilgreind þann dag
sem 5% eiga eftir að mælast. Með
öðrum orðum, frjótímabil Nilsson &
Persson nær yfir þann tíma sem 90%
frjókorna koma í frjógildruna. Menn
hafa notað mismunandi stórt bil til
að skilgreina frjótímann með þess-
um hætti, eða allt frá 85% upp í 98%
(sjá Vega-Maray5), en 90% bilið
verður látið duga sem fulltrúi að-
ferðarinnar í þessari úttekt.
Aðferð Lejoly-Gabriel6 við að skil-
greina frjótímabil er um margt svip-
uð þeim tveimur sem sagt hefur ver-
ið frá (skilgreining C í 1. töflu). Mið-
að er við hundraðshluta af árlegu
frjófalli og upphafið skilgreint þegar
5% hafa mælst og þann dag þarf
frjótalan jafnframt að nema a.m.k.
1% af heildarfrjófalli. Síðasti dagur
frjótímabilsins er ákvarðaður á svip-
aðan hátt, þ.e. síðasti dagur með frjó-
tölu sem nær 1% og næstu tvo daga á
undan þurfa frjótölur að ná samtals
3%. Skilgreiningin reyndist ágætlega
þegar tímabil birkifrjókorna í Reykja-
vík var skoðað að loknum 10 ára
mælingum.7 Þó er tvennt ólíkt með
grasfrjókomum og birkifrjókornum.
Ánnars vegar getur árlegt frjófall
birkis verið mjög breytilegt, eða frá
26 frjókornum og upp í 1354 m'3ár'1,
sem er meira en 50-faldur munur, en
árlegur fjöldi grasfrjóa hér á landi er
á bilinu 780 til 5800 (3. tafla), sem er
ríflega sjöfaldur munur. Hins vegar
koma birkifrjóin að mestu frá ilm-
björk (Betula pubescens) en grasfrjó frá
mörgum tegundum sem blómstra á
mismunandi tímum sumarsins.
Þannig má færa rök fyrir því að eðl-
ismunur þessara tveggja frjókoma-
hópa sé slíkur að útilokað sé að sama
skilgreiningaraðferð dugi á báða.
Fjórða leiðin til að skilgreina frjó-
tímabil er að nota ákveðna frjótölu í
stað hundraðshluta en þar með
væri hægt að segja strax í upphafi
frjótímans til um það hvort frjótími
sé hafinn. Hér á landi væri t.d. hægt
að miða við ákveðið hlutfall af
lægsta árlega frjófalli sem mælst
hefur til þessa, t.d. 1%, og svo vill til
að lægsta árlega frjófall grasa á Ak-
ureyri og í Reykjavík er mjög svip-
að, eða um 800 frjókorn, og því væri
hægt að nota töluna 8 fyrir báða
mælistaði. Þar sem víða um heim er
miðað við að frjótalan 10 sé sá
þröskuldur sem marki hvenær fólk
með ofnæmi finnur fyrst fyrir veru-
legum óþægindum, þá væri ekki
síður ráðlegt að nota 10 sem við-
miðun fyrir upphaf frjótímans.
Þessa aðferð mætti kenna við prösk-
uldsgildi, þ.e. þegar ákveðinni frjó-
tölu er náð þá er frjótíminn hafinn
(skilgreiningar D, frjótala 8, og E,
frjótala 10 í 1. töflu).
Einnig væri hugsanlegt að gera
einfaldlega ráð fyrir því að þegar
2. mynd. Frjógildra á paki húss við Hafnarstræti 97 á Akureyri. - A pollen trap on a roof
top in Akureyri, Northern lceland.
109