Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fornrauðviður Arnarbeyki Hvítplatanviður Greni >\W Hjartartré Grátviðarætt Lyngrós Fornumhverfi og samsetning flóru Evrópuvatnafura Álmur Kastanía Arnarlind Magnólía Toppur Botn ------Ketilseyri J L-------Selárdalur--------- 8. mynd. Plöntusamfélög í Selárdal, Botni og við Ketilseyri um miðbik míósentíma fyrir 15-13,5 milljón árum. Líkan byggt á stein- gerðum plöntuleifum; blöðum, aldinum ogfræjum. - Reconstruction ofthe Middle Miocene vegetation ofthe Selárdalur, Botn and Ket- ilseyri based on macrofossils. Selárdal endurspeglar sumar- og sí- græna beykilaufskóga í hálendis- hlíðum þar sem vatn streymdi í gegnum jarðveginn en safnaðist ekki fyrir (8. mynd). Hingað til hafa eingöngu verið borin kennsl á fáein- ar ættkvíslir úr setlögunum í Botni í Súgandafirði. Af þeim eru evrópu- vatnafura og fornrauðviður mest áberandi, en fundist hefur fjöldi stöngla, nála og köngla sem tilheyra þeim. Leifar arnarbeykis eru frekar fágætar þar; þó hafa fundist aldin og fræ, en aðeins örfá blaðbrot. Einnig hafa fundist þar blaðbrot el- ris (Alnus). Samsetning plöntusam- félagsins og setlagagerðir í Botni gefa til kynna að plöntuleifarnar hafi fallið til á staðnum og séu ein- kennandi fyrir gróðurinn sem óx á láglendissvæðinu („autochthon- ous" eða „azonal" samfélag). Evr- ópuvatnafurur og að hluta til forn- rauðviður hafa vaxið á flæðilandi eða í tengslum við einhvers konar vatnakerfi. Evrópuvatnafuran lifði þar sem grunnvatn stóð hátt, m.a. á opnum vatnasvæðum og fenjum, en fornrauðviðurinn var frekar á þurrari svæðum og líklegt að hann hafi haldið til á hæðum og ásum og verið þar í bland við aðrar harðvið- arættkvíslir eins og arnarbeyki. Lík- legt er að þessi láglendisgróður hafi runnið saman við harðviðarskóga þegar ofar dró í landinu og þá líkst meira og meira Selárdalsflórunni (8. mynd). SAMANBURÐURÁ FRJÓGREIN- INGUM OG HANDSÝNUM Frjógreiningar úr setlögum Selár- dals-Botns setlagasyrpunnar (15 milljón ára) sýna hátt hlutfall frjóa er tilheyra fenjakýprusættinni (Taxodiaceae), beyki og lind (3. tafla). Með því að bera saman nið- urstöður frjógreininga og greiningu handsýna má áætla að fornrauðvið- urinn og evrópuvatnafuran, ásamt arnarbeyki og arnarlind, hafi verið mest áberandi tegundirnar í plöntu- samfélögunum í Selárdal og Botni. Frjógreiningar úr yngri setlögum Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrp- unnar (13,5 milljón ára) sýna lægra hlutfall frjóa er tilheyra fenja- kýprusættinni og beykiættkvíslinni og áberandi er að lindifrjó eru mun sjaldgæfari en áður. Frjógreining úr Selárdal leiðir í Ijós hátt hlutfall af furu (Pinus), plöntum af fenjakýprusætt, beyki og lind. Frjókorn elris, birkis, álms og sérstaklega plantna af magnólíu- ætt eru sjaldgæfari. Meðal hand- sýna eru arnarbeyki, arnarlind, kastanía, hjartartré og álmur al- gengust, en mun minna er af hvít- platanviði, magnólíu og greni. Frjó- greiningar frá Botni sýna mun meira af frjóum barrtrjáa, eins og plantna af fenjakýprusætt, grátvið- arætt og vatnafuru. Frjó lauftrjáa til- heyra að mestu beyki og lind; einnig er töluvert af frjóum víðis, el- ris, álms og hlyns. Steingervingar í handsýnum eru að mestu fornrauð- viður, evrópuvatnafura og aldin arnarbeykis; einnig eru þar stein- 97

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.