Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 7
2. mynd. Áður þekkt útbreiðsla flundru (eftir Muus o.fl. 1997 og Joenes & Táning 1970). - Previously known distribution of flounder. tegundar veiðst. Hér verður gerð grein fyrir þeim flundrum sem veiddust frá árinu 1999 þar til í apríl 2001 og aðgengilegar hafa verið til rannsókna. ■ EFNI OG AÐFERÐIH Ein flundra sem veiddist í Ölfusá við Hraun árið 1999 var rannsökuð. Hrafnkell Karls- son, bóndi á Hrauni, veiddi flundruna í silunganet og kom henni til Veiðimála- stofnunar á Selfossi. Hrafnkell hafði þá um sumarið veitt allmarga „kola“, alll að 11 stykki í einu, í silunganet. Síðla í september sama ár voru tveir „kolar“ veiddir á stöng í Varmá við Öxnalæk. Árið 2000 veiddust nokkrar flundrur og fékk Hafrannsókna- stofnunin sendar fimm. Tvær þeirra veiddust í Ölfusá, um 1 km ofan Óseyrar- brúar, og aðrar tvær í nágrenni hennar, í Varmá (við Varmalæk) og í Þorleifslæk suður af Bakka. Ein flundra veiddist það ár í Lónsvík undan Suðausturlandi (64°19’N, 14°45’V, dýpi 27 m). Var hún sú eina sem veiddist í sjó og auk þess sú eina sem var „öfug“, þ.e. vinstri hliðin var dökk en algengara er að sú hægri sé dökk á flundru. Þá fréttist af einni sem veiddist í júlí sarna ár í Miðhúsavatni í Breiðavíkurhreppi á Snæ- fellsnesi, en sá fiskur var ekki rannsakaður. í lok mars árið 2001 veiddust fimm flundrur í Herdísarvík (63°5 l'N, 21°44’V, dýpi 11 m) vestan Þorlákshafnar og Ölfusárósa og þar með voru komnar sex flundrur veiddar í sjó. Þá veiddist ein í apríl við Laxárósa í Homa- firði. Alls voru því rannsakaðar 12 flundrur, sex veiddar í ísöltu eða fersku vatni og sex veiddar í sjó (1. tafla). Allir fiskarnir voru frosnir er þeir bárust til Hafrannsókna- stofnunarinnar. Eftir að flundrurnar höfðu verið þíddar voru þær mældar að næsta millimetra (heildarlengd), vegnar óslægðar, kyn ákvarðað og kynþroskastig metið. Kynþroskastig var metið eftir fjögurra flokkakerfi: Stig 1 = ókynþroska fiskur, stig 2 = kynþroska fiskur, kynkirtlar geta verið á ýmsum þroskastigum, þó ekki stigum sem jafngilda 3. og 4. stigi, stig 3 = fiskurinn er að hrygna, hrogn/svil rennandi, og slig 4 = 85

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.