Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 36
■7Ze- ■01^-. Tn^edc > 'ýh*sju^~- éirTc^uicdC- 1. mynd. Hluti bréfs frá John Hancock 1879. í því kveðst hann hafa gert afsteypur 11 geirfuglseggja (en eitt egg að auki átti hann sjálfur) og litað þærmjög vandlega. Höfundur keypti frumrit bréfsins af enskum fornbókasala. - Part of a letter from the English ornithologist John Hancock regarding the eggs of the Great auk. og nýta örverur hveranna. Fleiri greinar um það rannsóknasvið, sem birtust á 19. öldinni, eru í skrá Haralds Sigurðssonar. Sú elsta er að líkindum grein eftir F. Liebmann frá 1841, og eins má finna frásagnir af gróðri jarðhitasvæða hérlendis í greinum eftir C. Ostenfeld í kringum aldamótin. J.G. Forchhammer, jarð- og efnafræðingur í Kaupmannahöfn, ritaði meðal annars um íslenskar steindir og um Heklugosið 1845. Er margt af því í ritaskrá Haralds Sigurðssonar, en þó ekki allra þeirra birtinga getið sem mér er kunnugt um. Ein ritsmíð sem alveg vantar hjá Haraldi, en er skráð af Royal Society, er frásögn Forchhammers eftir ýmsum heim- ildum afeldgosinu íEyjafjallajökli 1821: - Account of a volcanic eruption in Iceland. Thomson, Ann. Phil. III, 1822,401- 405; Froriep, Notizen III, 1823, col. 33-36; Tilloch, Phil. Mag. LIX, 1822, 428-432. Nöfnin þrjú eiga við útgefendur tímaritanna. Algengt var á þessum árum að slík rit birtu efni hvert upp úr öðru. Raunar vantar hér fjórða tímaritið, Edinburgh Philosophical Journal, þar sem stytt gerð greinarinnar úr Ann. Phil. birtist í 7. árgangi 1822,155-157, án þess að Forchhammers væri getið sem höfundar. Enn eitt atriði tengt jarðfræði landsins, sem ég vil rekja hér, er grein eftir írann John Tyndall um íslenska goshveri: - On some eruptive phenomena of Iceland. Proc. Royal Inst. 1,1851-1854,329- 335. Skrá Haralds Sigurðssonar hefur ekki þessa grein heldur aðra styttri með svipuðum titli „úr óvissu tímariti", sem vantar í Royal Society-skrána. Líklega er Tyndall aðeins að endursegja lýsingar annarra frá íslandi, fremur en að hann hafi komið hingað sjálfur. í greininni frá 1851- 1854 nefnir Tyndall að í sumum íslensku hveranna sé vatnið fagurblátt (sjá 2. mynd), og gæti löng saga tengst því atriði. Tyndall var fjölhæfur eðlisfræðingur, sem ritaði meðal annars um eðliseiginleika andrúms- loftsins og um margskonar agnir sem í því sveima (sjá t.d. Guðmund Eggertsson 2000, bls. 173-174). Um 1869 framkvæmdi hann vandaðar tilraunir til þess að útskýra 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.