Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 63

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 63
8. mynd. Ytri kynfœri dílahýenulœðu, þar sem sést reðurlaga snípur og sýndarpungur. (Gould 1983.) En hvaða gagn skyldi hýenu- læða hafa af því að líta út eins og högni? Gould vitnar um þetta efni í Hans Kruuk, sem fyrr er nefndur. Kruuk bendir á að dílahýenur lifa í hjörðum sem helga sér ákveðið óðal og fara oft saman á veiðar. Þess á milli flakka stakar hýenur í leit að hræjum. Fulltrúar hjarðar- innar verða að þekkja sína en hafna framandi hýenum. Þegar tvær dílahýenur úr sömu hjörð hittast hefst mikið sjónar- og lyktarspil. Dýrin taka sér stöðu hlið við hiið og snýr sitt í hvora áttina, reisir síðan reður eða sníp og lyftir afturfæti svo þessi viðkvæmi líkamshluti er berskjaldaður beittum tönnum hins. Dýrin sleikja svo og þefa hvort af annars kynfærum í einar tíu til fimmtán sekúndur. Kruuk telur að náttúran hafi mótað þessa kynningarathöfn með því að þróa áberandi ytri kynfæri á bæði kyn dýranna. Sjálfur hallast Gould að annarri skýringu. Hann telur að lífshættir dflahýenunnar hafi ýtt undir val náttúmnnar á stómm og sterkum kvendýmm. Þetta hafi fengist með auknum styrk karlhormóna í læðunum, og karlleg mynd ytri kynfæranna hafi síðan verið eðlileg - og óhjákvæmileg - aukaverkun hormónanna. Af þessu hafi kynningarháttemið síðan þróast - það sé með öðmm orðum afleiðing en ekki orsök karlgervingarinnar. Menn hafa á ýmsum tímum og stöðum borið misjafnan hug til dflahýenanna. Sums staðar í Afríku héldu heimamenn vemdarhendi yfir þeim sem verðmætum sorphirðum. Annars staðar höfðu menn á þeim óttablandna hjátrú. Hjá sumum kynkvíslum gegndu dflahýenur hlutverki útfararstjóra - menn bám til þeirra lík látinna ættingja til neyslu. Á tuttugustu öld skáru menn víða upp herör gegn dílahýenum, sem taldar voru skaðvaldar í hjörðum húsdýra og veiðidýra. Þær voru skotnar, veiddar í dýraboga og eitrað fyrir þær, enda hefur þeim fækkað verulega og eru með öllu horfnar úr hlutum Austur- og Suður-Afríku. Sú tilgáta hefur verið sett fram að hvarf dílahýenu úr Evrópu skömmu eftir lok ísaldar megi rekja til upphafs landbúnaðar. ■ HEIMILDIR Gould, Stephen Jay 1983. Hyena Myths and Realities. I ritsafninu Hen’s Teeth and Horse’s Toes. Penguin Books, Harmonds- worth. Jónas Jónsson frá Hriflu 1959. Dýrafræði, kennslubók handa börnum (5. útgáfa). Bóka- forlag Odds Björnssonar, Akureyri. Nowak, R.M. 1991. Walker’s Mammals of the World (5. útgáfa). The Johns Hopkins Uni- versity Press, Baltimore & London. Örnólfur Thorlacius 1966. Fréttir. Veiða hýenurnar í ljónin? Náttúrufræðingurinn 36 (3). PÓSTFANG HÖFUNDAR Örnólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 141

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.