Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 83
Lúpínuplágan OG STEFNULEYSI STJÓRNVALDA HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON eir sem ferðast um landið að sumarlagi komast ekki hjá því að veita eftirtekt sístækkandi svæðum sem alaskalúpína (Lup- inus nootkatensis) hefur lagt undir sig fyrir beinan eða óbeinan tilverknað manna (1. mynd). Fá byggðarlög eru laus við þessa plágu, sem er á leið með að verða eitt stærsta umhverfisvandamál hérlendis. Holtin aust- an við höfuðborgina eru að verða einn alls- herjar lúpínuakur og við flesta þétt- býlisstaði setur þessi dugmikla planta mark sitt á umhverfið. Á Austfjörðum, þar sem undirritaður hefur fylgst með gróðurfari um áratugi, er að verða sprenging í útbreiðslu lúpínu í grennd þéttbýlisstaða. Verði ekki brugðist hart við verður þessi planta innan fárra áratuga orðin allsráðandi víða í fjörðum, þar sem hún breiðist ekki aðeins út um mela og hálfgróið land heldur einnig um grónar brekkur og lyngmóa. Menn þurfa að svara því hver á sínum stað hvort þeir telji það æskilega þróun að fá einsleitar lúpínubreiður í stað fjölgresis, blómjurta og berjalyngs (2. mynd). Hjörleifur Guttormsson (f. 1935) lauk námi í líffræði með diplóm-gráðu frá háskólanum í Leipzig 1963. Hann hefur verið búsettur í Nes- kaupstað frá 1963, starfað við kennslu og rann- sóknir. Hann var forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins í Neskaupstað 1971-1978, í Náttúru- verndarráði 1972-1978 og alþingismaður 1978- 1999. Hjörleifur hefur ritað fjölda greina um náttúrufræði, stjórnmál og umhverfisvernd og nokkrar bækur. Hann er nú sjálfstætt starfandi náttúrufræðingur. ■ STJÓRNVÖLD BERA ÁBYRGÐINA Um lúpínu gildir það sama og um minkinn, að ræktun hennar og losun í umhverfið hefur orðið vegna andvaraleysis og skamm- sýni stjórnvalda, þótt einstaklingar komi þar vissulega við sögu. Hvorki lúpína né minkur eru sökudólgar heldur þeir menn sem ekki sýna tilskilda varúð þegar íslensk náttúra á í hlut. /. mynd. Lúpína (Lupinus nootkatensis) í lyngbrekku í byrjun júlí 2001. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 161-164, 2001. 161

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.