Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 89
2. mynd a, b. Ljósmyndirnar tvær tók höfundur í júlí 1968 á leið frá Lake Superior (Port
Williams) til Lake of the Woods í Kanada. Á vinstri myndinni sjást lóðrétt, jökulnúin
grávakkalög, meira en 2600 milljón ára (Superior Province, grœnt á 3. mynd) en á hinni
sést hvar sama jarðmyndun er að umbreytast í granít.
og jarðskorpufleka urðu almennt viður-
kenndar gerðu skarpskyggnir jarðfræðingar
sér þannig Ijóst að jafnvel í fornurn
meginlandsskjöldum má sjá merki þess að
sömu ferli setsöfnunar og fellingafjalla-
myndunar - sem þá voru kennd við
„jarðtrog“ (geósynklínu) - höfðu verið að
verki svo langt aftur sem jarðlög geyma
söguna.
Saga jarðar er gríðarlöng eins og flestir
vita, 4600 milljónir ára (m.á.). Sennilega var
lífið orðið til fyrir a.m.k. 3600 m.á., en fyrst
fyrir 600 m.á. komu fram lífverur með harða
skel sem geymist í jarðlögum - þetta síðasta
skeið nefnist því upp á (anglíseraða) grísku
„phanerozoic", með sýnilegu lífi. Allar eldri
jarðmyndanir, sem einu nafni nefnast
forkambríum, voru því jarðfræðingum
nánast lokuð bók áður en aldursgreiningar
með geislavirkum samsætum komu til
sögunnar. Smám saman kom í Ijós að hinir
fornu meginlandsskildir skiptast í „jarð-
myndanir“ eftir aldri - dæmi urn þetta sjást á
3. mynd. Hvert þessara jafnaldra svæða er
forn keðja fellingafjalla sem rofnað hefur
niður, þannig að meginlandsskildir eru
láglendir og flatlendir. Norður-Ameríka er
girt að vestan og austan fjallgörðum sem
mynduðust í yngri fellingahrinum (gult á 3.
mynd).
■ JARÐTROG OG
FELLINGAFJÖLL
Á síðustu 600 m.á. hafa orðið þrjú skeið
fellingafjallamyndunar, Kaledóníufellingin
(450 m.á.), Harzfellingin (300 m.á.) og
Alpafellingin (60 m.á.). Á 3. rnynd eru þær
allar sýndar með gulu: Appalachiafjöll á
austurströndinni tilheyra Kaledóníu- og
Harzfellingunni en Klettafjöllin á vestur-
167