Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 25
1. mynd. Holugeitungsdrottning Paravespula vulgaris nýskriðin úr púpu. Hennar bi'ður ástarfundur með myndarlegum karlgeitungi áður en hún býr sig undir vetrardvalann. Ljósm. Erling Ólafsson. mynd). Sníkjuvespur nota sinn gadd, þ.e. varppípuna, lil að koma eggjum inn í fórnardýr sem afkvæmi þeirra lifa á, en hjá geitungum og öðrum gaddvespum hefur gaddurinn öðlast annað hlutverk. Hann er tengdur eiturkirtlum og er notaður nær eingöngu til varnar. Eggjum er hins vegar verpt fram hjá gaddinum. Gaddurinn liggur inni í svonefndu gadd- holi í afturenda dýrsins og er einungis beraður ef geitungurinn kemst í árásar- hug. Hann er nokkuð flókinn að gerð, þ.e. samsettur af nokkrum mismunandi hlutum. Þar ber fyrst að nefna sjálfan stinginn. Hann er í raun úr tveim mjóum, samhliða kítínstöfum sem eru samgrónir að ofan og mynda opna rennu séð neðan frá. A innanverðum neðri brúnum rennunnar eru upphleyptir leiðarar sem falla í raufar á úthliðum tveggja bílda sem liggja sam- hliða inni í rennu stingsins. Bíldarnir tveir eru sömuleiðis mjóir kítínstafir en ekki samgrónir. Þeir eru ekki nákvæntlega eins. 2. mynd. Gaddur geitungs er að öllu jöfnu geymdur í gaddltoli í afturenda dýrsins þar til geitungurinn telur sig þurfa að beita honum sér til varnar. Við áreitni er 2 mm langur gaddurinn beraður og honum stungið í húð þess sem geitungnum er í nöp við þá stundina. Ljósm. Erling Olafsson. 199

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.