Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 67
2. mynd. Landslag heimshafanna. Úthafshryggirnir eru merktir með grœnum og gulum lit
(Pinet 2000).
■ LAGSKIPTING SJÁVAR
Eðlisþyngd sjávar ræðst bæði af saltinnihaldi
og hitastigi. Mest er selta sjávar á um 20°
norðlægrar breiddar og 20° suðlægrar breiddar
í Atlantshafi og Kyrrahafi þar sem úrkoma er
minni en uppgufun (Butcher o.fl. 1998).
Atlantshaf er saltara en Kyrrahaf og minnst er
seltan í norðanverðu Kyrrahafi. Flokka má
vatnsmassa hafsins eftir hitastigi og eðlis-
þyngd. Svokölluð hitastigs- og seltulínurit era
þannig notuð til þess að skilgreina hafstrauma
og rekja feril þeirra. Um þessar mundir
stjómast hafstraumar fyrst og fremst af
breytileika í hitastigi og staðvindum, en
hugsanlegt er að fyrr í jarðsögunni hafi komið
tímabil þegar hafstraumar stjómuðust fyrst og
fremst af mismunandi seltu vatnsmassa.
Yfirborðsselta á heimskautasvæðum
sveiflast eftir árstíðum þar sem ís ýmist
myndast eða bráðnar. Yfirborðsselta sjávar er
einnig íninni þar sem stór fljót falla í sjó. Dærni
urn þetta er að finna úti fyrir ósum
Amasonfljótsins sem flytur árlega meira en 5 x
1012 rúmmetra af vatni út í Atlantshaf (Pinet
2000). Hins vegar getur selta djúpsjávar verið
stöðug, eins og t.d. í Norður-Atlantshafi þar
sem vatn á meira en 2 km dýpi hefur seltu í
kringum 34,9%o. Þar eð þetta vatn kemst ekki í
snertingu við veðrahvolf jarðar breytist selta
þess mjög hægt. Seltubreytingar em mestar
þar sem gamall saltur djúpsjór kemur upp á
yfirborð, eins og við vesturströnd Suður-
Ameríku.
Lagskipting í heimshöfunum er þríþætt.
Y firborðslagið nær ífá y fuborði að þeim skilum
í hafinu þar sem hitastig er 10°C. Þykkt þess er
að meðaltali um 100 m. Hitaskiptalagið er hins
vegai- þar sem hitastigið lækkar úr 10°C niður í
4°C. Umfang þessa lags er um 18% af rúmmáli
hafsins. Djúpsjór kallast síðan kalda svæðið
neðan hitaskiptalagsins. Lítil lóðrétt blöndun
á sér stað í hafinu og má ef til vill orða það svo
að lagskiptingin sé furðu stöðug. Á heim-
skautasvæðunum verður lagskiptingin þó
óljósaii.
I Norður-Atlantshafi er að finna saltasta
vatn heimshafanna. Hafsvæðin í kringum
Suðurskautslandið eru aftur á móti köldust og
Norður-Kyn'ahaf hefur minnsta seltu. Af
innhöfum em til mjög sölt höf eins og
Dauðahafið og Saltisjór í Utah (sjá 3. rnynd).
Þar er vatnið yfirmettað með tilliti til seltu, salt
fellur út og saltlög myndast.
241