Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 10
■ LÍFSFEFULL Hammer (1941) lýsti lífsháttum og lífsferli mykjuflugunnar nokkuð nákvæmlega, en áður hafði Cotterel (1920) skrifað um fluguna og lýst útliti eggja, lirfa, púpa og flugna. Karlflugurnar eru auðþekkjanlegar á afturbolnum, sem er sívalur, en kven- flugurnar eru með þríhyrningslaga aftur- bol, sem er úttroðinn þegar þær koma til að verpa (2. mynd). Flugurnar laðast að nýrri mykju (renna á lyktina) og þar verpir kvenflugan. Eggin eru fullmótuð þegar kvenflugan kemur á staðinn og þau frjóvgast um leið og hún verpir þeim. Karldýr sem kemur á staðinn grípur hvaða kvenflugu sem er og makast við hana án þess að biðla til hennar á nokkurn hátt. Að því loknu verpir kvenflugan en karlinn sleppir ekki taki sínu á henni og ver hana fyrir öðrum karldýrum á meðan hún verpir eggjunum. Oft má sjá staka karla ráðast á pör sem eru á mykjunni og er tilgangurinn auðsjáanlega sá að ná kvenflugunni af „eigandanum“. Stundum er barist hart og lengi. í sumum tilfellum tekst „slettirek- unni“ ætlunarverk sitt og tekur þá kven- fluguna frá hinum. Eggin eru tiltölulega stór (2-3mm), hvít á lit og með tvær totur sem minna á vængi á þeim enda sem stendur upp úr mykjunni. Lirfur klekjast út eftir u.þ.b. einn sólar- hring og þá skríða þær strax inn í mykjuna og byrja að éta hana. Eftir 2-3 vikur púpa þær sig, ýmist inni í mykjunni eða undir henni. Flugurnar klekjast síðan út 1-2 vikum síðar nema komið sé að vetri en þá leggjast þær í dvala (þroskunartími er háður hitastigi - ofangreindar tölur eiga við 15°C). Flugurnar nærast ekki á mykju heldur á blómasykri og á öðrum tvívængj- um (Cotterel 1920). ■ rannsóknir geoffrey PARKERS Segja má að fyrir tilverknað eins manns, Englendingsins Geoffrey A. Parkers, hafi mykjuflugan orðið mjög vel þekkt innan atferlis- og þróunarfræðinnar og eru rann- sóknir hans sígildar. Hann hóf rannsóknir á mykjuflugunni 1965 og hlaut doktors- nafnbót fyrir þær fjórum árum síðar. Á næstu tveimur árum birti hann átta yfir- gripsmiklar greinar um tegundina og fleiri bættust við síðar. Þessar greinar fjölluðu aðallega um þróun æxlunarhegðunar hjá kven- og karldýrum. Hann einbeitti sér einkum að því að rannsaka hvernig sam- keppni karldýranna um maka hefur mótað atferli þeirra. Parker gekk út frá þeirri forsendu að hegðunarmynstrin sem hann var að rannsaka væru arfbundin og mótuðust þess vegna af ýmiss konar þróunaröflum, einkum náttúruvali. Áhugi hans beindist sérstaklega að svokölluðu kynvali (sexual selection) sem flestir líta nú á sem sérstakt form náttúruvals þó Charles Darwin (1871), sem fyrstur skilgreindi kynval, vildi halda þessu tvennu aðskildu. Með kynvali er átt við að viss einkenni þróist eingöngu vegna þess að einstaklingar sem bera þau eru líklegri en aðrir að ná sér í maka og/eða eiga mörg afkvæmi. Seinna túlkaði Parker (1978) gögn sín út frá þeirri hugmynd að í stofnum komist á þróunar- lega stöðug hegðunarmynstur (evolution- ary stable strategies - ESS) og í anda líkana, þar sem kostnaður (orkueyðsla, áhætta) við ákveðna athöfn er borinn saman við hagnaðinn (fjölda afkvæma). Þessi rannsóknaviðmið einkenna þá grein líffræðinnar sem kalla má atferlis- vistfræði eða félagslíffræði. Rannsóknir Parkers á mykjuflugunni í Englandi voru með þeim fyrstu þar sem sjónarmið atferlisvistfræðinnar ríktu. Hér á eftir verður skýrt frá helstu niðurstöðum rann- sóknanna. í fyrsta lagi var lýsing Hammers (1941) á lífsháttum tegundarinnar, sem hann hafði rannsakað í Danmörku, sannreynd. í öðru lagi athugaði hann þéttleika flugn- anna á kúadellum á misntunandi tíma dags og yfir sumarið. Að meðaltali voru 4 karl- flugur á hverja kvenflugu og fjöldi flugna var í réttu hlutfalli við stærð dellunnar (Parker 1970a). Fjöldi flugna í kringum 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.