Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 20
9. mynd. Niðurstöður athugana á bardögum þar sem „slettirek- an“ gafst upp. Karldýrin berjast lengur þegar „tak“ „eigandans “ (þess karldýrs sem hélt um kvendýr og varð fyrir árás) er lítið og er um marktœk neikvceð tengsl að rœða. Tak eigandans var reiknað út sem hlutfallið á milli stœrðar hans á móti stœrð slettirekunnar margfaldað með stœrð kvenflugunnar. - Results from fights where the attacker gave up. The males fight longer when the owner’s RHP (resource holding power) is small. The re- gression is significant (Hrefna Sigurjónsdóttir & Parker 1981). hélt því fram að stór karldýr verji óðul á miðju dellunnar. Mínar niðurstöður benda ekki til að um slíka hegðun sé að ræða og hef ég aldrei séð neitt slíkt, hvorki á íslandi, Englandi né í Finnlandi. Þessar niðurstöður styðja fyrri athuganir mjög vel. Karlarnir koma á varpstaði óhindraðir og hefur stærð þeirra ekki áhrif á það hversu lengi þeir bíða eftir maka, en stærri karlarnir eru engu að síður duglegri að ná sér í kvenflugu en þeir litlu. Stóru karlarnir eru tiltölulega meira á dellunni en utan hennar og við mikinn þéttleika verða þeir hreyfanlegri en þegar lítið er af öðrum flugum, en það gæti verið vegna þess að þá eru fleiri pör á staðnum sem hægt er að ráðast á. Ég tel líklegt að með því að fara um svæðið og snerta hver annan geti karlarnir metið stærð sína miðað við aðra og þar með stöðu sína í samkeppninni um maka. BARDAGAHEGÐUN Eins og áður hefur komið fram getur karldýr náð sér í kvenflugu á tvennan hátt við varpstaði, annaðhvort með því að grípa hana um leið og hún kemur á staðinn eða með því að stela henni frá öðrum, og er þá barist við „eigandann". Langflestir bardagar eiga sér stað á yfirborði mykj- unnar þegar kvenflugan er að verpa. Lík- legt er að dreifing karldýra endurspegli að einhverju leyti líkur á því að vinna slíka bardaga. Búast má við að stórir karlar séu sigurstranglegri en þeir litlu, bæði sem árásaraðilar og í vörn, og það sé ástæðan fyrir því að tiltölulega stórir karlar leiti frekar á dellunni og makist þar en þeir minni velji grasið til að fá frið. Hluti af rannsóknum mínum í Englandi var að athuga bardagahegðun karlflugn- anna (Hrefna Sigurjónsdóttir og Parker 1981). Ég fylgdist með 200 bardögum og í 195 tilfellum af 200 var karldýrið sem gerði árás á par stærra en eigandinn og oftast nær var „slettirekan" mun stærri. Ég skráði hvernig bardaginn endaði, mældi hversu lengi hann stóð yfir og tók síðan llugurnar þrjár til að unnt væri að mæla stærð þeirra og athuga hve mikið væri af eggjum í kvenflugunni. Eiganda tókst að verjast í 4 af hverjum 5 bardögum. Athugað var hvað það var sem sagði best fyrir um líkur á að eigandi tapaði bardaga. I ljós kom að eftir því sem hann er minni miðað við slettirekuna og 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.