Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 21
10. mynd. Niðurstöður athugana á bardögum þar sem eigandinn gafst upp. Eigandinn berst lengur þegar kvendýrið er verð- mœtara, þ.e. mikið er af eggjum í því. Tengslin eru marktœk. - Re- sults from fights where the own- ers gave up. They fight longer when the female 's value is high. The values was calculated as tlie proportion of the eggs still re- maining in the female. The re- gression is significant (see Hrefna Sigurjónsdóttir og Parker 1981). kvenfluguna því erfiðara er fyrir hann að verjast. Hlutfallið á milli stærðar eigand- ans og slettirekunnar deilt með stærð kvenflugunnar var notað sem mælikvarði á „tak“. Þessi mælikvarði reyndist spá ná- kvæmar um útkomu bardaga en annað, svo sem stærðir karldýranna einar sér, hlutföll á milli stærðar karlflugnanna eða á milli eiganda og kvenflugu (Hrefna Sigurjóns- dóttir og Parker 1981). Þegar litið var á hversu lengi karldýrin berjast kom í ljós að bardagar þar sem slettirekan gefst upp vara því lengur sem tak eigandans er verra (9. mynd). Einnig var athugað hvort og að hve miklu leyti hegðun eigandans mótaðist af því hversu verðmæt kvenflugan er. Verðmæti hennar var metið út frá því hversu hátt hlutfall eggja var enn óorpið þegar bardaginn hófst. Sú tala er fengin með því að gefa sér að kvenflugan hafi verið með fullþroskaðan eggjasekk þegar hún kom á staðinn, en sá fjöldi er í réttu hlutfalli við stærð hennar og er þekktur. Niðurstöður sýndu að líkur á að slettireka ynni bardagann voru háðar verðmæti kvenflugu; eftir því sem hún var minna virði því líklegra var að eigandi gæfist upp (Hrefna Sigurjónsdóttir og Parker 1981). Marktæk jákvæð fylgni reyndist vera á milli lengdar bardaga og verðmætis kvenflugunnar í bardögum þegar eigandi gafst upp (10. mynd) en niðurstöður úr hinum bardögunum (þegar slettirekan gafst upp) sýndu ekkert slíkt samband. Þegar haft er í huga að bardagalengdin ræðst af því hvenær sá sem gefst upp hættir, þá er það nokkuð ljóst að verðmæti kvenflugunnar mótar hegðun eigandans en ekki slettirekunnar (Hrefna Sigurjónsdóttir og Parker 1981). ÁLYKTANIR Rannsóknir mínar á mykjuflugum, sem hafa beinst að því að athuga áhrif líkamsstærðar á hegðun, hafa sýnt að karlflugurnar hafa greinilega hæfileika til að meta möguleika sína í samkeppni um maka og hegðun þeirra verður best túlkuð í ljósi þess. I fyrsta lagi notfæra karlarnir sér þá eiginleika til að meta hlutfallslega stærð sína. Niðurstaðan hefur áhrif á hvar þeir leita að kvendýri, hvar þeir makast og hvort þeir ráðast á pör til að ná kvenflugu af öðrum karli. í öðru lagi meta þeir 15

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.