Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 23
sagði stafar breytileiki í líkamsstærð
sennilega að mestu af umhverfisáhrifum.
En það er rétt að minna á að Simmons og
Ward (1991) fundu að stærð föður hefur
áhrif á stærð sona og stærð móður á stærð
dætra. Af þessu leiðir að stórir karlar sem
eru paraðir við stórar kvenflugur koma til
með að eiga stærri dætur og syni en lítil
pör þar sem ytri aðstæður eru eins.
■^LOKAORÐ
Rannsóknir á mykjuflugunni halda enn
áfram. Á allra síðustu árum hafa menn t.d.
verið að skoða hvernig sæðisfrumum karl-
dýra af ýmsum stærðum gengur í sam-
keppni um forgang í sæðishirslum kven-
dýranna og hvort mökunartíminn er háður
stærð karl- og kvendýra (Simmons og
Parker 1992, Parker, Simmons og Ward
1993, Parker og Simmons 1994). Komið
hefur í ljós að stórir karlar makast ekki
eins lengi og þeir litlu en koma samt
jafnmiklu sæðismagni í kvendýrin. Með
þessu móti spara þeir stóru sér tíma sem
þeir geta varið í leit að fleiri kvendýrum.
Mökunartíminn er sem sagt háður líkams-
stærð. Parker og Simmons (1994) hafa
reiknað út að mökunartími misstórra karla
virðist endurspegla þann tíma sem er
bestur fyrir viðkomandi svipgerð (útlits-
gerð) og er þá tekið til greina hverjir
möguleikar misstórra karla eru í bardögum
og hve hratt þeir dæla sæðisvökvanum.
Þetta dæmi er eitt það fyrsta þar sem sýnt
er fram á með útreikningum og gögnum að
hegðun einstaklinga sé í mjög góðu
samræmi við svipgerðina.
Rannsóknir Geoffrey Parkers á mykju-
flugunni höfðu mikil áhrif á atferlis-
vistfræðina (Krebs og Davies 1997). Sú
mynd sem var dregin upp af hegðun
mykjuflugunnar fyrir 20 árum stenst að
miklu leyti enn en óneitanlega hefur sýn
manna breyst eftir að í ljós kom hvaða
áhrif líkamsstærðin hefur og hversu flókin
hegðunin er í raun og veru. Enn er mörgu
ósvarað og rannsóknarviðfangsefnin næg.
Enginn vafi er á því að þessi tegund mun
halda áfram að heilla atferlisfræðinga jafnt
sem aðra sem gefa sér tíma til að skoða
hana í návígi.
■ HEIMILDIR
Amano, K. 1983. Studies on the intraspecific
competition in dung-breeding flies. I. Effects
of larval density on the yellow dung fly,
Scatophaga stercoraria L. (Diptera: Scato-
phagidae). Jap. J. Sanit. Zool. 34. 165-175.
Borgia, G. 1980. Sexual competition in Scato-
phaga stercoraria: size- and density-related
changes in male ability to capture females.
Behaviour 75. 185-206.
Cotterel. G.S. 1920. The life-history and habits
of the yellow dung fly (Scatophaga stercor-
aria); a possible blow-fly clieck. Proc. Zool.
Soc. Lond. 1920. 629-647.
Darwin, C. 1871. The Descent of Man and Se-
lection in Relation to Sex. John Murray,
London. 475 bls.
Gibbons, D.S. 1987. The causes of seasonal
changes in numbers of the yellow dung fly,
Scatophaga stercoraria (Diptera: Scato-
phagidae). Ecol. Entomol. 12. 173-185.
Graham-Smith, G.S. 1916. Observations of the
habits and parasites of common flies. Parasi-
tology 8. 441-547.
Hammer, O. 1941. Biological and ecological
investigations on flies associated with
pasturing cattle and their excrements.
Vidensk. Meddr. Dansk Naturh. Foren. 105.
1-257.
Hrefna Sigurjónsdóttir 1980. Evolutionary as-
pects of sexual dimorphism in size: studies
on dung flies and three groups of birds. Óbirt
Ph.D. ritgerð, University of Liverpool. 290
bls.*
Hrefna Sigurjónsdóttir 1984. Food competition
arnong Scatophaga stercoraria larvae with
emphasis on its effects on reproductive suc-
cess. Ecol. Entomol. 9. 81-90.
Hrefna Sigurjónsdóttir & Parker, G.A. 1981.
Dung fly struggles: evidence for assessment
strategy. Behav. Ecol. Sociobiol. 8. 219-230.
Hrefna Sigurjónsdóttir & Sigurður Snorrason
1995. Distribution of male yellow dungflies
around oviposition sites: the effect of body
size. Ecol. Entomol. 20. 84-90.
* Eintak til í Þjóðarbókhlöðu.
17