Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 33
ekki viðhorfsbreytingar gagnvart vist- kerfinu, heldur er áfram litið á náttúruna fyrst og fremst sem höfuðstól fyrir hagvöxt og einungis leitað nýrra leiða til að hámarka vaxtatekjur af þessum höfuðstól með betri nýtingu og minni sóun. Dökkgrænir umhverfisverndarsinnar eiga hins vegar í nokkrum erfiðleikum með að túlka heimspeki sína í formi heilsteyptrar (og framkvæmanlegrar) pólitískrar hug- myndafræði, sem gæti orðið mótvægi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar - sem nánast allir ráðamenn í heiminum virðast að- hyllast, a.m.k. í orði. Sumir hugsuðir beggja vegna Atlantsála hafa reynt að skilgreina slíka dökkgræna hugmyndafræði undir heitinu „visthyggja“ (ecologicalism), sem sé annað og rneira en umhverfisverndarstefna (environmentalism) og í andstöðu við rík- jandi hagvaxtarhyggju, sem bæði kapítal- istar og sósíalistar hafi fylgt í raun. Umræða um visthyggju fer þó að mestu fram í lokuð- um fílabeinsturni heimspekinga og stjórn- málafræðinga, en sumir hópar dökkgræn- ingja, eins og áðurnefndir Earth First!, hafa boðað nánast mannkynsfjandsamlega stefnu, eins og áður er nefnt. Slíkt er ekki lfklegt til að laða fólk til fylgis. Það má telja næsta víst að ljósgræn sjónar- mið sjálfbærrar þróunar verði kirfilega ofaná í stefnu ríkja heims í umhverfismálum og að umræðan um þau eigi í vaxandi mæli eftir að snúast um atriði eins og notkun hagstjórn- artækja í umhverfisvernd. Það má líka færa rök að því að slík meðul séu þau einu sem duga til að leysa vanda þróunarríkjanna, þau munu ekki sætta sig við umhverfis- verndaraðgerðir sem fela í sér hemil á hagvöxt. Þýðir þetta að það sem hér hefur verið kallað „hefðbundin“ eða „rómantísk“ um- hverfisverndarstefna sé úrelt eða vitlaus og að umræðan um umhverfismál eigi nú eingöngu að fara frarn undir hagfræðilegum merkjum sjálfbærrar þróunar? Ekki endilega. Eftir sem áður eru vissulega mörg gildi í umhverfisvernd sem ekki verða metin til fjár. Þau gildi verða ekki metin á markaðnum heldur af þjóðinni sjálfri í gegnum lýðræðislega ákvarðanatöku. Stjórnmála- rnenn geta ekki treyst því að hagfræðingar og aðrir sérfræðingar finni tæknilega lausn á öllum umhverfisvandamálum, sem firri þá ábyrgð á því að taka erfiðar ákvarðanir í 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.