Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 35
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
JÓNBJÖRN PÁLSSON OG
SÓLMUNDUR TR EINARSSON
, 1INDAKRABBI
Á ISLANDSMIÐUM
Tindakrabbi er stórvaxin krabba-
tegund sem öðru hverju hefur slœðst í
veiðarfœri sjómanna suður og vestur
af íslandi. Vísindaheiti tegundarinnar
er Neolithodes grimaldii (Milne-Edxvards
og Bouvier, 1894) og tilheyrir hún
undirœtt gaddakrabba (Lithodidae).
Náttúrulegur litur dýranna er
dumbrauður en eftir að dýrin
eru komin á þurrt land fölnar
________ liturinn innan fárra daga og
verður ljósbleikur. Skjöldur og fætur tinda-
krabba eru þaktir löngum tindum sem eru
holir að innan en þó allsterkir og eru þeir
líklega dýrunum til varnar (1. mynd). Tind-
arnir enda í hvössum oddi sem getur stung-
ið illa. Skel dýrsins er þó fremur þunn og
brothætt ef miðað er við margar aðrar
algengar krabbategundir hér við land.
Guðmundur Guðmundsson (f. 1957) lauk Ph. D.- prófi
í flokkunarfræði dýra frá City University of New York
og American Museum of Natural History 1990. Hann
starfar á Náttúrufræðistofnun Islands.
Jónbjörn Pálsson (f. 1949) lauk B. S.-prófi í líffræði frá
Háskóla íslands 1975 og M.S.-prófum frá University of
Southern Missisippi 1979 og Univerity of Guelph
1982. Hann starfar á Hafrannsóknastofnuninni.
Sólmundur Tr. Einarsson (f. 1941) lauk cand real prófi
í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Bergen í Noregi 1972
og hefur starfað við botndýrarannsóknir hjá Hafrann-
sóknastofnuninni síðan.
Um lífshætti tindakrabba er lítið vitað en
líklegt er að hann sé bæði hrææta og veiði
sér til matar eins og margir krabbar.
Tindakrabbi hefur oft flækst upp með línu
í töluverðu magni og hefur hann þá senni-
lega verið að sækja í beituna. Algengt er
að hægri gripkló krabba sem lifa á skeljum
sé stór og öflug, með flatar tennur sem
líkjast jöxlum í manni. Hægri klóna nota
dýrin til að brjóta skeldýr sem þeir leita
uppi á sjávarbotninum. Vinstri klóin er
hinsvegar nokkru minni, búin smáurn en
hvössum tönnum sem henta betur til að
klippa sundur mjúkt innihald skeljanna.
Tindakrabbinn hefur einmitt gripklær af
þessu tagi (2. mynd). Einnig getur verið að
tindakrabbinn noti gripklærnar sér til
varnar eða til áfloga við aðra krabba um
mökunartímann, eins og þekkt er hjá
ýmsum öðrum tegundum.
Tindakrabbinn er botnlæg djúpsjávar-
tegund og lifir á nokkur þúsund metra dýpi
í N-Atlantshafi. Nánast allir veiðistaðir
tegundarinnar eru í sjó sem er dýpri en
1000 m en ekki er vitað hvert er mesta dýpi
sem tegundin þrífst á. Nyrstu útbreiðslu-
mörk tindakrabba eru sunnan við Græn-
lands-Skotlands hrygginn en syðri mörkin
virðast vera út af Hatterashöfða í Banda-
ríkjunum og við Grænhöfðaeyjar úti fyrir
ströndum Afríku (Macpherson 1988). Á
íslensku hafsvæði fannst tindakrabbi fyrst í
svonefndum Ingólfsleiðangri 1895-1896, en
þá fundust tvö eintök suðvestur af Islandi
Náttúrufræðingurinn 67 (1), bls. 29-32, 1997.
29