Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 43
4. mynd. Fundarstaður afsteypanna í Skriðnafellsnúpi (einfölduð mynd). Fylltir hringir
merkja afsteypur trjábola (fylit trjábolaför) en opnir hringir ófyllt för. - Sketch, showing
the „tree cast-lava “ in Skriðnafellsnúpur. Black dots indicate tree casts and rings empty
molds.
urnar eru staðbundnar. Förin eru 15-60
cm í þvermál og ganga öl I inn í kletta-
vegginn nema eitt sem liggur nokkurn
veginn samsíða honum. Þarna má líka sjá í
jaðarinn á hraunlaginu sem liggur næst
undir „afsteypuhrauninu“ (4. mynd). 1
honum eru flyksur úr rauðu seti í bland við
hraunkarga, sem sýnir að hraunið hefur
runnið yfir setlag og vöðlað saman. Milli-
lag er ekki á milli þessa hraunlags og
„afsteypuhraunsins", sem bent gæti til
lítils aldursmunar á þeim. Lega hraun-
jaðarsins gefur ástæðu til að ætla að þarna
hafi verið kvos eða dæld þegar „afsteypu-
hraunið" rann. Telja verður líklegt að
landslag, þ.e. ytri aðstæður, hafi haft áhrif
á það hversu trjábolir söfnuðust þarna fyrir
í miklum mæli. Stefnur trjábolafaranna og
afsteypanna eru í flestum tilvikum á milli
S og SA, sem bent gæti til að hraunið hafi
runnið úr N eða NV, að því gefnu að bolirnir
hafi lagst samsfða hraunstraumnum. Ekki
verður skorið úr því hér hvort um sé að
ræða trjáboli sem hraunflaumur hreif með
sér og bar á fundarstaðinn eða tré sem uxu
á staðnum.
■ MYNDUN
Á Hawaiieyjum hafa þunnfljótandi basalt-
hraun oftsinnis runnið um skóglendi og
eru til allmargar lýsingar á afleiðingum
þess (Finch 1931, Perret 1913, Kreji-Graf
37