Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 57
6. mynd. Þekja língresis á einstökum bœjum í túnum sem eru eldri en 15 ára (meðaltal allra túna). ■ LAN DSH LUTAMUNUR Þegar sáðgresi hverfur úr túnum er það breytilegt milli landsvæða hvaða tegundir koma í staðinn. Stundum á þessi út- breiðslumunur eftir svæðum sér þekktar skýringar í vaxtarskilyrðum, en í öðrum tilvikum er erfiðara að átta sig á samhenginu. Sumar tegundir hafa nokkuð jafna dreifingu um allt land, t.d. túnvingull. Hann gerir fyrst og fremst kröfu um að túnin séu vel þurr. Aðrar tegundir, eins og snarrótarpuntur, língresi og knjáliðagras, eru lítið í túnum á sumum svæðum en mikið á öðrum. Snarrótarpuntur er algengur í túnum á Austur-, Norður- og Vesturlandi. Ennfremur er töluvert af honum á vestanverðu Suður- landi. I austanverðri Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum er hins vegar mjög lítið af honum og sömuleiðis á norðanverðum Vestfjörðum. Það er hins vegar mikið af língresi í túnum á Suður- og Suðausturlandi og Vestíjörðum. Knjáliðagras er yfirleitt lítið í túnum nema á vissum svæðum. Það er t.d. mikið af því í túnum í Árnessýslu og vestanverðri Rangárvallasýslu, A-Skafta- fellssýslu og vestur á Mýrum. Knjáliðagras er tegund sem þrífst betur í rökum túnum en mjög þurrum. Á þeim svæðum þar sem mest er af því er mikið um klettabelti og mýrasund á milli sem erfitt getur verið að þurrka. Þó svo að vallarsveifgras sé algengt um allt land er ineira af því á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en á Suður- og Vesturlandi. í þessu sambandi þarf að hafa í huga samspil tegundanna; þar sem t.d. vallarfoxgras Iifir vel verður hlutur annarra tegunda minni. ■ FRAMTÍÐIN Stöðugt er unnið að því að finna nýja stofna og tegundir til sáningar í tún. Við val á stofnum og tegundum þarf að taka tillit til þátta eins og uppskeru, foðurgæða, beitar- 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.